Fara í innihald

Ultras

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ultras kveikja á reykblysum á knattspyrnuleik

Ultras er hugtak notað til að lýsa hópi til róttækustu stuðningsmanna íþróttafélags. Ultras syngja söngva, berja trommur, kveikja á blysum, veifa fánum og borðum til þess að skapa andrúmsloft á leikvöngum sem hvetur eigið lið og hræðir andstæðingana og stuðningsmenn þeirra. Ultras eru eiga sér alltaf ákveðin sæti á leikvangi liðs síns, oftast aftan við annað markið á knattspyrnuleikvöngum. Ultras hópar eru þekktir fyrir að sýna mikla ástríðu og halda tryggð við lið sitt, en einnig fyrir að beita ofbeldi og efna til óláta til dæmis með því ráðast inn á leikvelli og efna til hópslagsmála við stuðningsmenn annara liða.

Uppruni hugtaksins

[breyta | breyta frumkóða]

Hugtakið er upprunið á Ítalíu en er notað um allan heim til að lýsa skipulögðum aðdáendum knattspyrnuliða. Deilt er um hverjir hafi fundu upp á orðinu Ultras til að lýsa stuðningsmannahóp en hugtakið var notað í fyrsta skipti með staðfestum hætti árið 1969 þegar stuðningsmenn Sampdoria stofnuðu Ultras Tito Cucchiaroni og stuðningsmenn Torino stofnuðu Ultras Granata.

Stuðningsmannahópar sem kalla mætti Ultras hafa verið að minnsta kosti síðan 1939, þegar fyrsti skipulagði stuðningsmannahópurinn (torcida organizada) var stofnaður í Brasilíu. Stuðningsmenn annarra liða víða um heim hafa vísað í brasilískan uppruna Ultras með því að nefna sitt stuðningsmannafélag Torcida. Má til dæmis nefna nefna stuðningsmannafélag Hajduk Split, Torcida Split, sem var stofnað árið 1950 og er það elsta í Evrópu með þessu nafni. Þá náðu ultras hreyfingar snemma útbreiðslu á Ítalíu og voru þeir fyrstu stofnaðir árið 1951. Á sjöunda áratugnum var mikil útbreiðsla á öfgafullum stuðningsmannahópum með myndun Fossa dei Leoni og Boys San hópanna. Fossa dei Leoni eru álitnir á Ítalíu sem fyrsti fullgildi ultras hópurinn. Ultras þróuðust áfram á Ítalíu á áttunda áratugnum þegar fleiri hópar mynduðust þar á meðal hinir róttæku Lazio Ultras árið 1974. Ofbeldi fór einnig vaxandi á meðal ultras hópa. Á 9. og 10. áratugnum fóru ultras hreyfingar að dreifast til fleiri landa.

Stjórnmálaskoðanir

[breyta | breyta frumkóða]

Ultras skiptast í tvær fylkingar þegar kemur að stjórnmálaskoðunum, annað hvort til hægri eða vinstri. Hóparnir nota stundum áhrif sín með góðum árangri til að varpa ljósi á félagsleg mein eins og fátækt, mannréttindabrot og umhverfismál og hafa þannig haft jákvæðar breytingar á samfélagið í kringum lið sitt.  

Á Ítalíu er löng hefð fyrir því að ultras hópar hafi afskipti af stjórnmálum, mótmælt mismunun, talað fyrir réttindum launafólks og fleira í þeim dúr.  

Þátttaka brasilískra ultras hópa í mótmælum hefur verið vettvangur fyrir félagslegar breytingar og brúað bilið milli fótbolta og aðgerðarsinna.

Þýskir stuðningsmannahópar hafa líka verið duglegir að mótmæla og ná mótmælin stundum út fyrir knattspyrnuvöllinn. Þýskir stuðningsmenn mótmæla gjarnan háu miðaverði og áhrifum fyrirtækja í íþróttinni.[1]

Kynþáttahatur og aðrir fordómar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ultras. (2023, 18. nóvember). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Ultras​
  • What is a football ultra. Goal. (2019, 30. september). https://www.goal.com/en/news/what-is-a-football-ultra-serie-a-hardcore-fan-culture-explained/aohlkilvcywp1v3c8e1f1a37w​
  • Pantelick, N. (2022, 2. febrúar). How far will you go to support your team. Harvard International Review. https://hir.harvard.edu/fanaticism-and-the-ultras-movement/​
  • Skimmer, A. (2017, 7. nóvember). Football ultras, heroes or villains? El arte del futbol. https://www.elartedf.com/football-ultras-heroes-villains/​
  • Adar, S. (2022, 12. maí). How Beitar Jerusalem became infected with racism. Guardian. https://www.theguardian.com/football/2022/may/12/how-beitar-jerusalem-became-infected-with-racism
  1. „The Politics of Football: Ultras Role in Protests and Activism“. Ultras-Tifo (bresk enska). Sótt 7. maí 2024.