Fara í innihald

Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
Mulanje-fjall
Mulanje-fjall

Malaví er landlukt land í suð-austurhluta Afríku sem liggur á milli Mósambík, Sambíu og Tansaníu. Helsta einkenni Malaví er Malaví-vatn sem þekur tæplega 1/5 hluta landsins, en samtals er flatarmál Malaví 120 þús. ferkílómetrar.

Malaví er eitt af þéttbýlustu löndum í Afríku og búa þar alls 11 milljónir manna. Fólkið lifir helst á landbúnaði og fiskveiðum í Malaví-vatni. Mikil fátækt ríkir í landinu en ríkari lönd keppast við að hjálpa Malavíbúum með því að kenna þeim arðbærari vinnubrögð í landbúnaði og fiskveiðum, ásamt fullorðinsfræðslu.

Mannvistarleifar sem fundist hafa í Malaví eru taldar vera frá að minnsta kosti 8.000 f. Kr. en þær sýna að ættbálkarnir líktust nokkuð því fólki sem býr á Sómalíu-skaga á okkar dögum. Einnig hafa fundist mannvistarleifar og hellaristur frá því um 1.500 f. Kr. og sýna að fólkið var Búskmenn, þó ekki sömu tegundar og er að finna í Ástralíu.

Á 15. öld var Maravi-veldið stofnað við suðvesturströnd Malaví-vatns en það var Amaravi (seinna þekkt sem Chewa-fólkið) sem flúði frá því svæði sem nú er Vestur-Kongó. Maravi-veldi stækkaði og náði yfir bæði Mósambík og Sambíu en leið loks undir lok á 18. öld vegna þess að þrælasala og óeirðir innan stjórnarinnar veiktu veldið.

Lesa áfram um Malaví...

Blá stjarna
Gæðagrein
Platon og Aristóteles.
Platon og Aristóteles.

Fornfræði eða klassísk fræði er fræðigrein sem fjallar um sögu, menningu og arfleifð klassískrar menningar Grikkja og Rómverja. Viðfangsefni fornfræðinga eru margvísleg og vinnubrögð þeirra einnig. Innan fornfræðinnar vinna fræðimenn ýmist að sagnfræði, heimspeki, bókmenntasögu eða málvísindum að svo miklu leyti sem þessar greinar fást við fornöldina. Einkum er það málakunnátta í forngrísku og latínu, sameiginleg þekking á bókmenntum og öðrum heimildum fornaldar og þjálfun í klassískri textafræði sem sameinar ólíka fornfræðinga.

Tímabilið sem fornfræðin fjallar um nær í grófum dráttum frá um 2000 f.Kr. er hópar grískumælandi fólks streymdu inn í Grikkland, til loka fornaldar um 500 e.Kr. eftir hrun Vestrómverska ríkisins. Fornfræðingar vinna náið saman með fornleifafræðingum einkum í rannsóknum á elsta tímabilinu en einnig á síðari hlutum tímabilsins.

Lesa áfram um fornfræði...

Grá stjarna
Úrvalsmynd

Kona við störf í bandarískri verksmiðju í síðari heimsstyrjöld.

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 58.625 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
Landschaftstuschbild von Dǒng Qíchāng (1555–1636)
Landschaftstuschbild von Dǒng Qíchāng (1555–1636)

Chinesische Kunst ist die Kunst, die ihren Ursprung im alten oder modernen China hat oder von chinesischen Künstlern ausgeübt wird, und damit ein Ausdruck der chinesischen Kultur| ist.

Anders als im „Abendland“, dessen Kunstgeschichte immer wieder starke Einschnitte in Form von Stilwechseln erlebt hat, ist die chinesische Kunst über Jahrhunderte hinweg von einer erstaunlichen Kontinuität geprägt. In der Ming-Novelle (14. bis 17. Jahrhundert) ist noch weithin ihr Vorbild aus der Tang-Zeit (7. bis 10. Jahrhundert) zu erkennen. Landschaftsgemälde eines Qing-Malers (17. bis 20. Jahrhundert) sind im Grunde ähnlich aufgebaut wie jene der de:Song-Dynastie (10. bis 13. Jahrhundert). Ein Grund dafür ist der in China von jeher verbreitete „Respekt vor der Tradition“. Nicht die Schaffung von Neuem war primäres Ziel der Künstler, sondern die möglichst originalgetreue Nachahmung der Vorbilder der Alten – die im Übrigen in keiner Weise als Plagiat oder in anderer Weise als unlauter empfunden wird. Letztlich fußt diese Auffassung im konfuzianischen Weltbild, das u. a. dem Schüler die Verehrung des Meisters gebietet.

Lestu meira um kínverska list á þýsku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein
Pluto och Charon. Pluto ansågs vara en planet från att den upptäcktes 1930, men omklassificerades som en dvärgplanet 2006.
Pluto och Charon. Pluto ansågs vara en planet från att den upptäcktes 1930, men omklassificerades som en dvärgplanet 2006.

En dvärgplanet är enligt Internationella astronomiska unionens (IAU) definition en himlakropp, som ligger i en bana kring solen, har en tillräckligt stor massa för att göras rund av sin egen gravitation, men som samtidigt inte har rensat undan alla planetesimaler kring sin egen omloppsbana och som inte är en måne. En planet måste alltså ha tillräcklig massa för att övervinna stelkroppskrafterna och uppnå hydrostatisk jämvikt. Dvärgplaneter bör inte förväxlas med småplaneter.

Begreppet dvärgplanet infördes 2006 som en del av den tredelade kategoriseringen av himlakroppar med sin bana runt solen. Orsaken till omkategoriseringen var upptäckten av ett flertal transneptunska objekt som konkurrerade med sv:Pluto i storlek och slutligen upptäckten av en himlakropp som till och med var större, Eris. Detta innebar att en dvärgplanet blev ett mellanting mellan en konventionell sv:planet och småplaneter som till exempel sv:asteroider. Den officiella definitionen som antogs av IAU 2006 har både hyllats och kritiserats och är än i dag ifrågasatt av vissa forskare.

Lestu meira um dvergreikistjörnur á sænsku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: