Sýrlenska borgarastyrjöldin

Sýrlenska borgarastyrjöldin (arabíska: الحرب الأهلية السورية) nefnist það stríð sem nú er háð í Sýrlandi. Upphafið má rekja til óeirða vorið 2011 í kjölfar mótmæla víða um Mið-Austurlönd sem einu nafni nefnist arabíska vorið. Mótmælin beindust að ríkisstjórn Bashar al-Assad sem reyndi að bæla þau niður en aukinni hörku fylgdi síðar vopnuð átök. Frelsisher Sýrlands var fyrstur til að taka upp vopn gegn stjórnarhernum árið 2011, síðar bættist við Íslamska framlínusveitin 2013. Hizbollah gekk til liðs við stjórnarherinn 2013. Íslamska ríkið réðst svo inn í landið frá Írak 2014 og náði stjórn yfir stórum hluta landsins.

Sýrlenska borgarastyrjöldin
Hluti af arabíska vorinu og arabíska vetrinum

Myndin sýnir áætlað yfirráðasvæði stríðandi fylkinga í nóvember 2023.
  Sýrlenska stjórnarandstaðan & hernámssvæði Tyrkja
  Rojava
Dagsetning15. mars 2011
(13 ár og 7 mánuðir)
Staðsetning
Staða Yfirstandandi
Breyting á
yfirráðasvæði
Í ágúst 2019: Stjórnarher Sýrlands ræður 62,08% landsvæðis Sýrlands, stjórnarandstæðingar 27,53%, uppreisnarhreyfingar (þ.á m. Tahrir al-Sham) og Tyrkir 9,25%; Íslamska ríkið 1,14%.
Helstu stríðsaðilar
Bráðabirgðastjórn Sýrlands
(stjórnarandstæðingar)

Fáni Tyrklands Tyrkland (2016–)

Stuðningsaðilar:

Tahrir al-Sham

Stuðningsaðilar:
Íslamska ríkið
(2013–)
Stuðningsaðilar:
Rojava (2012–)
Stuðningsaðilar:

Alþjóðabandalag gegn íslamska ríkinu
(2014–)
Leiðtogar
Fáni Sýrlands Bashar al-Assad
Hassan Nasrallah  
Fáni Íran Ali Khamenei
Fáni Rússlands Vladímír Pútín

Bashar al-Zoubi
Jamal Maarouf
Fáni Tyrklands Recep Tayyip Erdoğan
Fáni Tyrklands Zekai Aksakallı (2016–2017)
Fáni Tyrklands İsmail Metin Temel
(2017–2018)


Abu Yahia al-Hamawi
Ahmed Issa al-Sheikh
(2012–2015)


Abu Mohammad al-Julani
Abu Jaber Shaykh
Abu Humam al-Shami
Abu Bakr al-Baghdadi  
Abu Fatima al-Jaheishi

Riad Darar
Amina Omar
Salih Muhammad
Shahoz Hasan
Asya Abdullah
Sipan Hemo


Fáni Bandaríkjana Stephen J. Townsend
Fjöldi hermanna

Sýrlenski stjórnarherinn: 142.000 (2019)
Sýrlenska leynuþjónustan: 8.000
Sjálfboðaliðasveitir: 80.000
Liwa Fatemiyoun: 10.000 – 20.000(2018)
Ba'ath-sveitirnar: 7.000
Hizbollah: 6.000–8.000
Liwa Al-Quds: 4.000–8.000
Rússland: 4.000 hermenn & 1.000 málaliðar
Iran: 3.000–5.000

Aðrir bandamenn: 20.000+

Frelsisher Sýrlands:
20.000–32.000 (2013)
Íslamska fylkingin:
40.000–70.000 (2014)
Aðrir hópar:
12.500 (2015)
Tyrkneski herinn:
4.000–8.000


Ahrar al-Sham:
18.000–20.000+ (mars 2017)


Tahrir al-Sham:
20.000-30.000 (samkvæmt Bandaríkjamönnum, árið 2018)
~3.000 (samkvæmt Rússum, árið 2018)

  • SDF: 60.000–75.000 (2017)
  • YPG & YPJ: 20.000–30.000 (2017)
  • Sýrlenska hernaðarráðið (MFS): 1,000 (2017 est.)
  • Al-Sanadid: 2,000–4,000 (2017 est.)
  • Hernaðarráð SDF: 10.000+
Mannfall og tjón

Fáni Sýrlands Sýrland:
65.187–100.187 hermenn drepnir
50.484–64.484 málaliðar drepnir
4.700 hermenn/málaliðar & 2.000 stuðningsmenn handteknir
Hizbollah:
1.677–2.000 drepnir
Fáni Rússlands Rússland:
116 hermenn & 186–280 málaliðar drepnir

Aðrir erlendir bandamenn:
8.109 drepnir (2.300–3.500+ íranskir)

132.824–173.824
drepnir


Fáni Tyrklands Tyrkland:
169 hermenn drepnir
28.532+ drepnir

SDF:
11.600–12.586+ drepnir


Alþjóðahersveitir:
11 drepnir

Alls drepnir: 371.222–570.000 (samkvæmt Sýrlensku mannréttindavaktinni)


Um ≥7.600.000 hraktir á vergang & ≥5.116,097 á flótta (júlí 2015/2017)[2]

Yfir 350.000 manns hafa látist í stríðinu (í upphafi árs 2018) og fjórðungur þeirra börn.[3]

Rekja má upphaf sýrlensku borgarastyrjaldarinnar til fjöldamótmæla arabíska vorsins, sem náðu til Sýrlands árið 2011. Sýrlendingar kröfðust aukins lýðræðis af einræðisstjórn Bashars al-Assad og fóru meðal annars fram á að stjórnin aflétti neyðarlögum sem höfðu verið í gildi frá árinu 1963 og heimiluðu stjórninni að handtaka fólk án ákæru, hnekkja á stjórnarskrá og hegningarlögum, beita fyrirbyggjandi handtökum og ritskoða fjölmiðla.[4]

Ríkisstjórnin brást við af hörku og viðbrögð hennar leiddu til þess að mótmælin breiddust víða út um landið. Í mars árið 2011 krotuðu táningsstrákar slagorð arabíska vorsins á lögreglustöð í bænum Daraa en voru í kjölfarið handteknir og pyntaðir. Þegar aðstandendur drengjanna mótmæltu aðgerðum lögreglunnar var herinn kallaður til að kveða niður mótmælin og nokkrir mótmælendanna létust.[5]

Á næstu vikum og mánuðum var stjórn Assads mótmælt í Aleppó, al-Hasakah, Daraa, Deir ez-Zor, Hama, og í höfuðborginni Damaskus. Þann 18. apríl komu um 100.000 mótmælendur saman á aðaltorginu í borginni Homs til að krefjast afsagnar Assads.[6]

Assad sakaði mótmælendurna meðal annars um að vera stýrt af öfgafullum jihadistum og lét um leið sleppa fjölda raunverulegra öfgamanna úr fangelsi, hugsanlega í því skyni að „sanna“ ásakanir sínar og réttlæta þar með harkalegar aðgerðir gegn mótmælendunum.[7] Átökin stigmögnuðust og urðu brátt að vopnaðri baráttu milli stjórnvalda og mótmælenda. Árið 2011 stofnaði hluti stjórnarandstöðunnar Sýrlenska þjóðarráðið (SNC) og fór fram á að Assad segði af sér og að Sýrland yrði lýðræðisríki. Þjóðarráðið stofnaði Frelsisher Sýrlands til að grípa til vopna gegn ríkisstjórninni.[5] Kaflaskil urðu í átökunum þann 31. júlí þegar stjórnarher Assads réðst á mótmælendur í Hama, Deir ez-Zor, Abu Kalam og Herak og drap að minnsta kosti 136 óbreytta borgara.[6]

Í desember 2011 tókst Frelsisher Sýrlands að hertaka stóra hluta borgarinnar Homs. Í febrúar næsta ár létust um 500 óbreyttir borgarar í Homs þegar stjórnarherinn gerði sprengjuárásir á borgina. Stjórnarherinn endurheimti borgina Idlib eftir harða viðureign við uppreisnarmenn næsta mars. Uppreisnarhreyfingar fóru að spretta upp um allt landið á næsta árinu og átökin fóru, auk óánægju með stjórn Assads, að einkennast af trúar- og þjóðernisdeilum meðal Sýrlendinga. Margir alavítar og aðrir sjítar studdu forsetann en súnnítar voru honum margir afar andsnúnir.[6]

Vegna stríðsátakanna varð til frjósamur jarðvegur fyrir íslamskar öfgahreyfingar í Sýrlandi sem berjast bæði gegn ríkisstjórninni og gegn veraldlegum uppreisnarhreyfingum. Árið 2014 lagði hryðjuverkahópurinn íslamska ríkið undir sig mikinn hluta af austurhluta Sýrlands og lýsti yfir stofnun kalífadæmis þar og í vesturhluta Írak. Yfirráðasvæði íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi varð mest árið 2015 en fór síðan smátt saman þverrandi vegna alþjóðlegrar gagnárásar sem Bandaríkin leiddu til að ráða niðurlögum hryðjuverkahópsins.[8] Í október árið 2017 tókst Lýðræðissveitum Sýrlands (SDF) að frelsa borgina Al-Raqqah, sem íslamska ríkið hafði skilgreint til höfuðborg sína, undan yfirráðum hryðjuverkahópsins eftir um árslanga orrustu.[9] Í mars árið 2019 lýstu Lýðræðissveitirnar því yfir að íslamska ríkið hefði í reynd verið sigrað eftir að síðasta vígi þeirra í bænum Baghuz var frelsað.[10]

Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi íslamska ríkisins, var drepinn þegar hann sprengdi sjálfan sig í loft upp til að forðast handtöku þegar sérsveit Bandaríkjahers réðst á fylgsni hans í Sýrlandi þann 27. október 2019.[11]

Alþjóðleg inngrip í styrjöldina

breyta
 
Götubardagar í sýrlensku borgarastyrjöldinni.

Meðal þjóða sem hafa veitt stjórnarher Assads herstuðning í styrjöldinni má nefna Rússland og Íran, auk þess sem sjíaíslömsku samtökin Hizbollah frá Líbanon hafa veitt þeim aðstoð.[12] Rússar hófu beina þátttöku í styrjöldinni í september árið 2015 með loftárásum bæði á íslamska ríkið og á uppreisnarhópa sem nutu stuðnings alþjóðabandalags Bandaríkjanna.[13] Rússar sendu jafnframt Wagner-hópinn, málaliðahóp sem er fjármagnaður og óopinberlega rekinn af rússneskum stjórnvöldum, til að berjast í Sýrlandi árið 2015.[14] Inngrip Rússa í styrjöldina hefur styrkt stöðu Assads verulega og stuðlað að því að sýrlenski stjórnarherinn hefur frá árinu 2015 smám saman endurheimt mikinn hluta þess landsvæðis sem glataðist til uppreisnarmanna í byrjun stríðsins.[15]

Tyrkir hafa jafnframt gripið inn í styrjöldina í norðurhluta landsins, einkum í því skyni að koma í veg fyrir að kúrdískir stjórnmálahópar sem tyrknesk stjórnvöld flokka sem hryðjuverkahópa nái þar fótfestu.[16] Kúrdískar skærusveitir sem hafa barist hvað mest gegn íslamska ríkinu í Sýrlandi hafa komið sér upp sjálfsstjórnarhéraðinu Rojava í norðurhluta Sýrlands, þar sem marga Kúrda dreymir um að hægt verði að stofna sjálfstætt ríki Kúrdistan í fyllingu tímans. Í janúar árið 2018 gerði tyrkneski herinn innrás í norðvesturhluta Sýrlands til að ná héraðinu Afrin úr höndum Varnarsveita Kúrda (YPG).[17] Tyrkir líta á Varnarsveitirnar sem undirdeild Verkalýðsflokks Kúrda, sem er skilgreindur sem hryðjuverkahópur af tyrkneskum stjórnvöldum.

Þann 19. desember árið 2018 lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir í Twitter-færslu að Bandaríkin hygðust draga herlið sín frá Sýrlandi. Ástæðuna sagði hann vera að Íslamska ríkið hefði verið sigrað og þar með væru ekki frekari forsendur fyrir þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöldinni.[18] Í október 2019 tilkynnti Trump jafnframt að Bandaríkjaher myndi ekki skipta sér með beinum hætti að fyrirhugaðri innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi.[19] Tyrkir hófu í kjölfarið nýja innrás á Rojava þann 10. október undir aðgerðarheitinu „friðarvorið“. Yfirlýstur tilgangur innrásarinnar var að „hreinsa upp“ hryðjuverkamenn á svæðinu og búa til öruggt svæði fyrir flóttamenn á landamærum Sýrlands og Tyrklands.[20]

Mannfall og flóttamannastraumur frá Sýrlandi

breyta

Árið 2018 höfðu um 360.000 manns látið lífið vegna stríðsins í Sýrlandi og um 200.000 til viðbótar voru horfin.[21] Um 1,5 milljón manna flúði frá Sýrlandi, einkum til Írans og Pakistan, á fyrstu tveimur árum styrjaldarinnar.[22] Árið 2015 var talið að um 9,5 milljónir manna, af um 22 milljóna íbúafjölda Sýrlands, hefðu hrakist frá heimilum sínum vegna stríðsins. Af flóttamönnunum höfðu þá um fimm milljónir yfirgefið Sýrland og leitað hælis erlendis, en um 4,5 milljónir voru á flótta innan landamæra Sýrlands.[23]

Árið 2015 höfðu um 632.000 Sýrlendingar flúið yfir landamærin til Jórdaníu vegna stríðsins.[24] Í lok ársins 2017 voru um 80.000 Sýrlendingar búsettir í Zaatari-flóttamannabúðunum við landamæri Jórdaníu, sem eru næststærstu flóttamannabúðir í heimi og fjórða stærsta borg Jórdaníu.[25]

Stríðsglæpir

breyta

Beitingar efnavopna

breyta
 
Fórnarlömb efnavopnaárásar á Ghouta í ágúst 2013.

Stjórnarher Assads hefur ítrekað legið undir ásökunum um að beita klasasprengjum og efnavopnum á móti óbreyttum borgurum. Fyrir styrjöldina hafði stjórn Assads átt eitt stærsta safn efnavopna í heimi, meðal annars af sinnepsgasi og saríni.[7] Fyrsta slíka árásin sem vakti verulega athygli á alþjóðavísu var árás á borgina Ghouta í ágúst 2013 sem Læknar án landamæra sögðu á þeim tíma að hefði valdið dauða 355 manns.[26] Talið er að taugagasinu sarín hafi þar verið beitt gegn óbreyttum borgurum.[27] Árásin vakti hörð viðbrögð, sér í lagi hjá Bandaríkjamönnum, en Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseti hafði áður talað um efnavopn sem „rauða línu“ sem ekki mætti stíga yfir.[26] Assad hafnaði því að stjórn hans hefði gert efnavopnaárásirnar en í kjölfar hótana Bandaríkjamanna féllst hann á tillögu Rússa um að stjórn hans skyldi skrifa undir Efnavopnasamninginn frá árinu 1992 og afhenda alþjóðlegum eftirlitsmönnum öll efnavopn sín til förgunar.[28]

Þrátt fyrir að stjórn Assads hafi undirritað efnavopnasáttmálann og afhent Sameinuðu þjóðunum og Stofnuninni um bann við efnavopnum þau 1.300 tonn af efna­vopn­um sem áttu að vera til í Sýrlandi hafa áfram borist ítrekaðar tilkynningar um beitingu efnavopna í styrjöldinni. Árið 2018 var birt rannsókn eftir fréttamenn BBCPanorama og BBCAra­bic þar sem staðfest var að rúmlega hundrað efna­vopn­aárásir hefðu verið gerðar í Sýrlandi frá því í september 2013. Alls voru 164 tilkynningar um efnavopnaárásir rannsakaðar en af þeim tókst að staðfesta 106.[27]

Árið 2019 gaf Stofnunin um bann við efnavopnum út skýrslu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að efnavopnaárás hefði verið gerð á borgina Douma í apríl árið áður, líklega með klórgasi. Stofnunin gat ekki staðfest hvort stjórnarherinn eða uppreisnarmenn hefðu gert árásina þar sem slík rannsókn var ekki á valdsviði rannsóknarteymisins.[29] Skýrsla Efnavopnastofnunarinnar um árásina í Douma hefur hins vegar verið gagnrýnd eftir að uppljóstrari frá stofnuninni sem tók þátt í vettvangsrannsókninni greindi fjölmiðlum frá því að yfirmenn hjá stofnuninni hefðu hundsað upplýsingar sem bentu til annars en að efnavopnum hefði verið beitt.[30]

Í janúar 2023 gaf Efnavopnastofnunin út niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem sagt var hafið yfir vafa að stjórnarher Sýrlands hefði staðið fyrir efnavopnaárás með klórgasi í Douma árið 2018. Ásökunum Sýrlendinga og Rússa um að árásin hefði verið sviðsett var hafnað.[31]

Aðrir stríðsglæpir

breyta

Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu í september 2019 þar sem fullyrt var að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum á sýrlenskar borgir undanfarið ár. Meðal annars hefðu loftárásir bandalagshers Bandaríkjamanna verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og hefðu því fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Sér í lagi var vísað til aðgerða bandalagshersins við að uppræta íslamska ríkið í síðasta vígi sínu í Hajin í austurhluta Sýrlands í desember 2018. Var talið að sextán óbreyttir borgarar, þar á meðal tólf börn, hefðu fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin þann 3. janúar 2019. Í sömu skýrslu voru sýrlenski stjórnarherinn og rússneskir bandamenn hans sakaðir um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland.[32]

Í júlí 2020 skiluðu eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna annarri skýrslu þar sem þeir sögðu Sýrlendinga, Rússa og íslamska uppreisnarmenn hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í baráttu þeirra um Idlibhérað árið áður. Greint var frá 52 árásum sem hefðu leitt til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga og voru 47 þeirra raktar til stjórnarhersins.[33]

Tilvísanir

breyta
  1. (áður al-Nusra-fylkingin)
  2. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). „UNHCR Syria Regional Refugee Response“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. febrúar 2018. Sótt 23. september 2019.
  3. Fjórðung­ur fall­inna eru börn Mbl.is, skoðað 15. mars, 2018
  4. Ólöf Ragnarsdóttir (31. ágúst 2019). „Hvernig var lífið í Sýrlandi fyrir stríð?“. RÚV. Sótt 23. september 2019.
  5. 5,0 5,1 Magnús Þorkell Bernharðsson (27. mars 2017). „Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?“. Vísindavefurinn. Sótt 24. mars 2024.
  6. 6,0 6,1 6,2 Guðmundur Björn Þorbjörnsson (3. nóvember 2015). „Skýring: Þróun stríðsins í Sýrlandi“. RÚV. Sótt 23. september 2019.
  7. 7,0 7,1 „Sýrland“. Globalis. Sótt 23. september 2019.
  8. „Kalífatið er fallið í Írak og Sýrlandi – liðsmenn Daesh á vergangi“. Varðberg. 24. október 2017. Sótt 22. september 2019.
  9. Kristján Róbert Kristjánsson (17. október 2017). „SDF hefur náð allri borginni Raqa“. RÚV. Sótt 8. október 2019.
  10. „Islamic State Isis defeated, US-backed Syrian Democratic Forces announce“ (enska). The Guardian. 23. mars 2019. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. mars 2019. Sótt 8. október 2019.
  11. „Leiðtogi Rík­is íslams sprengdi sig í loft upp“. mbl.is. 27. október 2019. Sótt 27. október 2019.
  12. Þórunn Elísabet Bogadóttir (21. janúar 2017). „Sýrland er í raun ekki lengur til“. Kjarninn. Sótt 22. september 2019.
  13. „Hvað eru Rúss­ar að gera í Sýr­landi?“. mbl.is. 30. september 2017. Sótt 22. september 2019.
  14. „Trójuhestur Rússa?“. mbl.is. 28. febrúar 2022. Sótt 2. október 2022.
  15. Sunna Ósk Loga­dótt­ir (18. mars 2018). „Rúss­ar leiddu Assad í átt að sigri“. mbl.is. Sótt 22. september 2019.
  16. „Tyrkir senda í fyrsta sinn landher inn í Sýrland gegn Daesh og Kúrdum“. Varðberg. 26. ágúst 2016. Sótt 22. september 2019.
  17. „Tyrk­ir hafa um­kringt Afr­in“. mbl.is. 13. mars 2018. Sótt 22. september 2019.
  18. „Telja ótíma­bært að yf­ir­gefa Sýr­land“. mbl.is. 20. desember 2019. Sótt 29. september 2019.
  19. Kjartan Kjartansson (7. október 2019). „Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær“. Vísir. Sótt 7. október 2019.
  20. „Ætla að „hreinsa upp" hryðju­verka­menn“. mbl.is. 7. október 2019. Sótt 15. október 2019.
  21. Anna Lilja Þóris­dótt­ir (15. mars 2018). „Börn­in í Sýr­landi ekki gleymd“. mbl.is. Sótt 22. september 2019.
  22. „1,5 milljón flóttamenn frá Sýrlandi“. RÚV. 20. júní 2013. Sótt 22. september 2019.
  23. „Hjá þeim sem eru áfram í Sýrlandi þá er daglegt líf „martröð". Kjarninn. 15. september 2013. Sótt 22. september 2015.
  24. „Þúsundir flóttamanna í einskismannslandi“. RÚV. 23. september 2015. Sótt 22. september 2019.
  25. „Konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi búa við grimman veruleika - Neyðarsöfnun hafin“. Kjarninn. 8. nóvember 2017. Sótt 22. september 2019.
  26. 26,0 26,1 Þórunn Elísabet Bogadóttir (29. ágúst 2013). „Árás yfirvofandi“. Kjarninn. bls. 4-5.
  27. 27,0 27,1 „Yfir 100 efnavopnaárásir á 5 árum“. mbl.is. 15. október 2018. Sótt 19. október 2022.
  28. „Assad staðfestir afhendingu efnavopna“. mbl.is. 12. september 2013. Sótt 19. október 2022.
  29. Róbert Jóhannsson (2. mars 2019). „Efnavopnaárás á Douma staðfest“. RÚV. Sótt 19. október 2022.
  30. Gunnar Hrafn Jónsson (23. nóvember 2019). „Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu“. Stundin. Sótt 28. janúar 2023.
  31. „Stjórnarher Sýrlands notaði klórgas í Douma“. mbl.is. 2. janúar 2023. Sótt 2. febrúar 2023.
  32. Kjartan Kjartansson (11. september 2019). „Loftárásir Bandaríkjamanna, Rússa og Sýrlandshers taldar stríðsglæpir“. Vísir. Sótt 20. október 2022.
  33. Kjartan Kjartansson (7. júlí 2020). „Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi“. Vísir. Sótt 20. október 2022.