Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
2 of 2
Glæpasögur
„Ekki fara inn í gestaherbergið.“ Skuggi fellur á andlit Douglas Garrick þegar hann snertir hurðina með fingurgómunum. „Konan mín... hún er mjög veik.“ Þegar hann heldur áfram að sýna mér þakíbúðina þeirra hef ég hræðilega tilfinningu fyrir konunni á bak við luktar dyrnar. En ég get ekki átt á hættu að missa þetta starf – ekki ef ég vil halda myrkasta leyndarmálinu mínu öruggu ...
Það er erfitt að finna vinnuveitanda sem spyr ekki of margra spurninga um fortíð mína. Svo ég þakka mínu sæla fyrir að Garrick-hjónin hafa ráðið mig í vinnu við að þrífa glæsilegu þakíbúðina sína og útbúa máltíðir handa þeim. Ég get unnið hérna um tíma, verið róleg þar til ég fæ það sem ég vil.
Þetta er næstum því fullkomið. En ég hef enn ekki hitt frú Garrick, eða séð inni í gestaherberginu. Ég er viss um að ég heyri hana gráta. Ég tek eftir blóðblettum í kraganum á hvíta náttsloppnum hennar þegar ég þvæ þvottinn. Einn daginn get ég ekki annað en bankað á dyrnar. Þegar þær opnast og ég sé hvað herbergið geymir breytist allt ...
Ég lofa sjálfri mér. Ég hef gert þetta áður. Ég get verndað frú Garrick á meðan ég geymi mín eigin leyndarmál.
Douglas Garrick hefur gengið of langt. Hann fær að borga fyrir hegðun sína. Þetta er einfaldlega spurning um hversu langt ég er tilbúin að ganga ...
Þessi bók er alger sprengja! Átakanlega snúið (en sjálfstætt) framhald af alþjóðlegu metsölubókinni Undir yfirborðinu. Það sem þernan sér mun halda þér vakandi langt fram á nótt. Hér í frábærum lestri Kötlu Njálsdóttur og Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur.
© 2023 Storyside (Hljóðbók): 9789180846417
© 2024 Drápa (Rafbók): 9789935530592
Þýðandi: Ingunn Snædal
Útgáfudagur
Hljóðbók: 27 oktober 2023
Rafbók: 20 februari 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland