Fara í innihald

Vottar Jehóva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vottar Jehóva
Vottar Jehóva
Vottar Jehóva

Vottar Jehóva eru kristinn trúarhópur en þeir skera sig frá öðrum slíkum (og eru þess vegna af mörgum ekki taldir kristnir í raun) til dæmis með því að hafna þrenningarkenningunni (um Guð föðurinn, soninn og hinn heilaga anda sem eitt og þrennt í senn) og hafna þannig kenningunni um eðli Jesú sem Guðs. Hinsvegar trúa þeir að Jesús sé sonur Guðs en ekki sama persóna og honum óæðri. Samkvæmt trú Votta Jehóva bjó Jesús á himni sem Míkael erkiengill áður en hann kom til jarðar og að hann hafi verið fyrsta sköpunarverk Guðs og nefna þeir hann þess vegna „frumburð“ sona Guðs. Jesús er eina veran sem Guð skapaði að öllu leyti sjálfur og áður en Jesús varð maður notaði Jehóva hann sem ‚verkstjóra‘ við sköpun alls annars á himni og á jörð. [1] Vottar Jehóva halda hvorki jól, páskaafmælisdaga. Þeir trúa á þúsund ára ríkið, endurkomu Krists og dómsdag, þegar lifendur og dauðir verða dæmdir. Enn fremur að upp muni rísa réttlátir og ranglátir. Þeir afneita ekki veraldlegu valdi en ef lög veraldlega valdsins ganga gegn lögum Guðs þá hafna þeir þeim. Þeir lýsa yfir hlutleysi í öllum pólitískum deilumálum og gegna ekki herþjónustu og taka ekki þátt í kosningum (þeir hafa í raun „kosið“ stjórnarsjónarmið Guðs). Þeir hafna því að Gyðingar nútímans séu útvalin þjóð Guðs og styðja ekki Ísraelsríki. Þeir neita alfarið að þiggja blóðgjafir þegar um slys eða skurðaðgerðir er að ræða en sú afstaða er túlkun á boðorðinu um að halda sér frá blóði í Postulasögunni 15:29.

Upphaf trúarinnar er rakið til Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum árið 1872, þegar Charles Taze Russell stofnaði International Bible Students Association. Árið 1931 var nafnið Vottar Jehóva (e. Jehovah's Witnesses) tekið í notkun. Arftaki Russells, Joseph Franklin Rutherford, stóð fyrir nafnbreytingunni. Jehóva er annar ritháttur á hebreska orðinu JHVH sem vottarnir álíta vera persónulegt nafn Guðs. Vottar Jehóva telja að það sé ekki hægt að helga nafn Guðs nema með því að nota það. Framburður nafna breytist með árunum eins og annað í tungumálum. Nafn Jesú er ekki borið eins fram í öllum tungumálum heims í dag. Eins er með nafn Guðs. Það er ekki borið fram í dag eins og það var gert á öldum áður. Þess vegna telja Vottar Jehóva að það sé rétt að nota það nafn sem er algengast í heiminum og mest þekkt, en það er nafnið Jehóva. Drottinn er ekki nafn heldur titill. Nafn Guðs (JHVH) á að standa yfir 7000 sinnum í biblíunni.[2]

Vottar Jehóva, eða vottarnir, eins og þeir eru kallaðir í daglegu tali, líta svo á að bæði Gamla- og Nýja testamennti Biblíunnar séu skrifuð undir innblæstri Guðs og feli í sér beinan sannleik.[3] Vottarnir hafa gefið út sína eigin þýðingu af Biblíunni [4] (þó aðeins Nýja testamentið á íslensku) sem er frábrugðin í fáum en miklvægum atriðum. Þeir telja sig lifa eftir boði Krists um að fara og gera allar þjóðirlærisveinum. Þess vegna ganga þeir hús úr húsi með Biblíuna og vilja flytja fólki fagnaðarboðskap sinn um Guðsríki. Vottarnir skíra til trúar sinnar með niðurdýfingu á svipaðan hátt og hvítasunnumenn gera.

Í íslensku er gjarnan sagt að meðlimur trúfélagsins sé „votti“ en það nafnorð er raunverulega ekki til í íslensku. Rétt eintölumynd orðsins er „vottur“.

Meðlimir trúfélags Votta Jehóva voru 568 árið 2022.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. [1] Geymt 8 nóvember 2010 í Wayback Machine Vottar Jehóva, Hverjir eru þeir? Hverju trúa þeir? Opinbert vefsvæði Votta Jehóva
  2. https://tv.jw.org/#is/mediaitems/StudioTalks/pub-jwban_201506_1_VIDEO
  3. „Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, umvöndunar, leiðréttingar og menntunar í réttlæti til þess að sá sem trúir á Guð sé albúinn og hæfur ger til sérhvers góðs verks.“ Síðara Tómóteusarbréf 3:16.
  4. https://tv.jw.org/#is/mediaitems/VODBibleTranslations/docid-502014271_1_VIDEO
  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.