Sydney FC
Sydney Football Club er ástralskur knattspyrnuklúbbur. Klúbburinn hefur aðsetur í Sydney, Nýja-Suður-Wales. Karlaliðið leikur í A-deildinni (A-League Men).
Sydney FC, sem var stofnað fyrir upphafstímabil A-deildar árið 2005, er farsælasta knattspyrnufélagið í Ástralíu. Félagið hefur unnið fimm úrslitakeppnir A-deildar, fjóra A-deildarmeistaratitla og félagið hefur unnið Ástralíubikarinn tvisvar.
Félagið leikur um þessar mundir heimaleiki sína á Allianz Stadium í úthverfi Moore Park. Félagið æfir nú í Sky Park í úthverfi North Ryde.
Opinber stuðningsmannahópur Sydney FC er The Cove ("Víkin"; nefndur eftir Sydneyvík). Helstu samkeppnisaðilar félagsins eru Big Blue (gegn Melbourne Victory) og Sydney nágranninn (Sydney Derby; gegn Western Sydney Wanderers).
Aðallitur klúbbsins er himinblár.