Spjall:Slow Food
E.t.v. mætti kalla þetta hægmeti ;) Thvj 20. desember 2007 kl. 22:41 (UTC)
- Eða hefðarmatur :) samtökin eiga sér tvær rætur - annars vegar óttann (mjög eitís) við að skyndibitamenningin væri að leggja heiminn undir sig, og hins vegar ýmsar hreyfingar í Evrópu frá 8. áratugnum sem gengu út á að endurheimta horfna matarmenningu með því að elda eftir gömlum uppskriftum og þróa t.d. miðaldarétti, laga þá að nútímasmekk og koma þeim í matreiðslubækur og á matseðla veitingahúsa. Slow Food er (held ég) lauslega skilgreint sem allur "hefðbundinn matur" eða "ekta matur". Annars eru samtökin nefnd Slow Food og kannski engin ástæða til að þýða nafnið - nema rætt sé um matinn sjálfan. --Akigka 20. desember 2007 kl. 23:27 (UTC)
Hæglætismatur - sbr. skyndibitamatur. --85.220.86.38 21. desember 2007 kl. 20:58 (UTC)
Eru menn enn ekkert farnir að nefna þetta á íslensku? --85.220.89.242 16. maí 2008 kl. 10:12 (UTC)
- Ekki frekar en á ítölsku, þar sem þessi samtök voru jú stofnuð. "Cibo lento" er ekki að gera sig :) --Akigka 16. maí 2008 kl. 10:26 (UTC)
Venjulega er það bara merki um að það vanti hugmyndaflugið og tilraunastarfsemina, þegar eitthvað „gerir sig ekki“. Ítalir eru slettusjúkir, einsog svo margar aðrar þjóðir á meginlandi Evrópu. Kalla Fast food ekki cibo veloce heldur einmitt fast food sem hljómar einstaklega fáránlega á ítölsku. Tölvumálið þeirra er líka einstaklega barnalegt. Þetta er stefna sem er átakanlega hallærisleg. Fólk sér það kannski ekki núna, en það kemur að því. Og þegar hreinsanirnar byrja, og þær koma, þá verður hallærishátturinn oft enn meiri. Þess vegna er íslenskan vel í stakk búinn, því við höfum venjulega umbreytt erlendum orðum og lagað að íslensku jafnóðum, eða komið með nýyrði. En ég veit svosem að ekkert orð hefur verið haft um slow food, en ég vona svo sannarlega að það komi. --157.157.159.168 16. maí 2008 kl. 11:30 (UTC)