Fara í innihald

Spjall:Kanada

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

vær athugasemdir um málfar

[breyta frumkóða]

1. Það er ekki alltaf auðvelt að finna á rétt orð í þýðingum þá rétt sé þýtt. í textanum um Kanada stendur m.a.: „Kanada er ríkjasamband, sem samanstendur af tíu fylkjum og þremur yfirráðasvæðum“. „Yfirráðasvæði“ er hér greinilega þýðing á enska hugtakinu „territory“ („territoire“ án frönsku). Þetta er sennilega hárrétt þýðing í flestum tilfellum en það kemur þó undarlegar fyrir sjónir í þessu samhengi. Munurinn á kandísku „province“ och „territory“ er að það fyrra hefur mjög sjálfstæða stöðu gagnvart sambandsstjórninni í Ottawa en hið síðara lýtur í flestu beint undir miðstjórn og hefur sjálfstæði á afmörkuðum svæðum. Ekki ósvipað heimastjórnarfyrirkomulaginu á Íslandi í upphafi síðustu aldar eða sjálfstjórnasvæðunum, Grænland og Færeyjar. Ég legg því til að íslenska Wikipedia noti í þessu samhengi „sjálfstjórnarhérað“ um kanadísk „territory“ á sama hátt og Vísindavefur gerir. [1]5

2. Seinna í greininni stendur: „Hinsvegar liggur stór hluti Kanada á norðurheimskautasvæðinu, og hefur það því aðeins fjórða stærsta nothæft land á eftir Rússlandi, Kína og Bandaríkjum Norður-Ameríku.“ Hvað er átt við með orðinu nothæft í þessu samhengi? Að það er ekki hægt að nota fyrir akuryrkju? Að það er ekki fallið til skógræktar? Ef svo er er ekki mikið nothæft land á Íslandi.Masae 13:23, 19 febrúar 2007 (UTC)

Hlynnt fyrri athugasemdinni með að nota sjálfstjórnarhérað. Seinna held ég að sé átt við nýtanlegt land, þ.e. það land sem hugsanlega er hægt að nota á einhvern hátt — þá eru undanskilin fjöll og berangurssvæði þar sem enginn jarðvegur er til nýtingar. --Jóna Þórunn 13:26, 19 febrúar 2007 (UTC)
Satt hjá þér, Jóna Þórunn, en nýtanlegt land er kannski ekki auðskilið heldur. Nýtanlegt til hvers? Einhverjir gáfumenn hljóta að hafa reiknað þetta út útfrá gefnum forsendum sem þyrftu að koma fram.Masae 14:09, 19 febrúar 2007 (UTC)
Markús Örn Antonsson, sendiherra í Kanada, lýsir þessu svona í bréfi 20 febrúar 2007: "Nunavut, Northwest Territories og Yukon eru sjálfstjórnarsvæði innan Kanada, sem hafa ákvörðunarvald um innri málefni, þó að fjárveitingar komi frá sambandsstjórninni í Ottawa. Sumir hafa kallað þau sjálfstjórnarhéruð. Það hljómar dálítið undarlega þegar þess er gætt að Nunavut er á stærð við alla Vestur-Evrópu." Masae 10:14, 21 febrúar 2007 (UTC)