Fara í innihald

Notandaspjall:Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkomin/n á íslensku Wikipediu

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
  • Leiðbiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru sérstaklega gagnlegar fyrir byrjendur
  • Hér má finna nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar þú semur fyrstu greinina þína.
  • Sandkassinn er rétti staðurinn til að prufa sig áfram til að sjá hvernig greinar virka. Svindlsíðan hefur gagnlegar leiðbeiningar um nokkur tæknileg atriði.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga.
  • Samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt sniðugt og fróðlegt um aðra notendur Wikipediu og margt fleira.
  • Ekki gleyma að skoða máttarstólpana.

Gangi þér vel!

--Cessator 8. maí 2006 kl. 20:52 (UTC)[svara]

Don't speak Icelandic? Post {{user is-0}} on your user page or put it into your Babel box.

Varðandi konungaheiti

[breyta frumkóða]

Sæll Ég sé að þú hefur verið að setja punkt aftan við rómversku töluna í konungaheitum. Eins og ég hef skilið það þá jafngilda rómverskar tölur í íslensku raðtölum þannig að III merkir það sama og 3. og punkturinn ekki nauðsynlegur, en væri það ef notast væri við arabískar tölur. Hafir þú aðrar heimildir væri gott að fá það fram.

kv

--Akigka 24. maí 2006 kl. 09:18 (UTC)[svara]

Ég held að báðir rithættirnir séu réttir, en líklegast eru rómverskir tölustafir án punkts algengari. Eitt er víst, allar greinarnar nota rómverska tölustafi án punkts, svo kannski er best að halda áfram því háttalagi til að skapa ekki ósamræmi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. maí 2006 kl. 09:57 (UTC)[svara]

Já, vel má vera að ekki eigi að hafa punkt á eftir rómverskum tölustöfum þó um raðtölur sé að ræða. Ég hef borið saman nokkra texta og komist að raun um að báðar leiðirnar eru farnar. Spurningin er hvað íslenskar stafsetningarreglur segja. Ég mun kanna þetta betur á morgun og er tilbúinn að draga punktana til baka reynist sá háttur réttur. (Kristinn 25. maí 2006 kl. 02:51 (UTC))[svara]

Skv. ritreglum sem Íslensk málstöð birtir og ég er óþreytandi í að benda á skal rita punkt á eftir raðtölu, líka rómverskum tölustöfum (sjá gr. 97). Þess má geta að á latínu eru auðvitað bæði til frumtölur og raðtölur og rómversku tölustafirnir tákna ekki bara raðtölurnar. --Cessator 25. maí 2006 kl. 04:36 (UTC)[svara]
En þegar rómverskir tölustafir eru notaðir í íslenskum texta, þá tákna þeir alltaf raðtölur. A.m.k. veit ég ekki um dæmi um annað (þó svo rómverjar hafi gert það sjálfir, og sumar aðrar þjóðir kunni að gera það nútildags). --Sterio 25. maí 2006 kl. 08:36 (UTC)[svara]
Það breytir engu, ef að ritreglurnar eru svona þá finnst mér að við ættum að fara eftir þeim. Vani ætti allavega ekki að ráða þessu. Ég mælist til þess að við setjum eitthvert ákvæði í Handbókina sem segir að menn ættu að rita texta sína með hliðsjón af ritreglum Íslenskrar málstöðvar. Sjálfur hef ég ekki kynnt mér þessar ritreglur, hefði líklegast gott af því :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 25. maí 2006 kl. 10:43 (UTC)[svara]
Mér finnst nú að almennur vani ætti alltaf að ráða :) en í þessu tilviki beygi ég mig fyrir ritreglunum. Ástæðan fyrir því að ég valdi rómverskar tölur í konungaheitum var sú að þar með gat ég losnað við þennan arfaljóta punkt innan úr miðjum greinarheitum, en úr því punkturinn er skylda (þótt hann sé það ekki í neinu öðru tungumáli, nema þýsku og dönsku) þá finnst mér alveg koma til álita að nota arabískar tölur í stað rómverskra (er styttra og hugsanlega auðskiljanlegra) eins og danirnir gera, fremur en vera með punkt á eftir rómverskum tölum eins og þjóðverjarnir gera. --Akigka 25. maí 2006 kl. 11:41 (UTC)[svara]
Já, í Íslensku alfræðiorðabók Ö&Ö notast þeir bara við arabískar tölur, enda er það rit byggt á dönsku alfræðiriti. Mér þætti það ekkert verra, í raun þægilegra að lesa það því maður skilur arabísku tölurnar strax. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 25. maí 2006 kl. 12:05 (UTC)[svara]
Ætli það sé ekki best að hafa hvort tveggja, þ.e. tilvísun frá því sem ekki verður fyrir valinu hvort sem það eru rómverskar tölur í konungaheitum eða arabískar tölur. Ég er fylgjandi því að fara eftir þessum reglum sem finna má hjá Íslenskri málstöð. Þetta er sú stafsetning sem ber að kenna í skólum og sem við eigum öll að hafa lært (eða eigum að vera að læra). --Cessator 25. maí 2006 kl. 17:12 (UTC)[svara]

Þetta er þá ljóst. Ritreglurnar eru svona og þá eigum við að fara eftir þeim. Ég vona líka að ritreglurnar verði að öðru leyti hafðar í heiðri. (Kristinn 25. maí 2006 kl. 11:53 (UTC))[svara]

fæðast og vera fæddur

[breyta frumkóða]

Sæll Kristinn. Ég sé að þú breytir gjarnan "var fædddur" í "fæddist" í greinum um íslensk skáld. Nú er vitaskuld sjálfsagt að leiðrétta rangt málfar og einnig böngulegt en dálítið hæpið að breyta bara breytinganna vegna. Þolmyndin í þessu tilviki er mjög gömul og má benda bæði á Jónas Hallgrímsson og Jón Helgason nota hana hiklaust. Sjálfsagt er auðvitað líka að nota germyndina en að hún sé nokkuð fallegri get ég ekki fallist á. Bestu nöldurkveðjur, --Kriseir 26. nóvember 2006.