Menntaskólinn á Ísafirði
Menntaskólinn á Ísafirði (oft skammstafað MÍ) er íslenskur menntaskóli, staðsettur á Torfnesi á Ísafirði. Núverandi skólameistari er Heiðrún Tryggvadóttir.
Saga skólans
[breyta | breyta frumkóða]Menntaskólinn á Ísafirði var stofnaður árið 1970, og var settur í fyrsta skiptið í Alþýðuhúsinu á Ísafirði. Kennsla fór fyrst fram í gamla barnaskólahúsinu við Aðalstræti 34 og voru fyrstu stúdentarnir brautskráðir árið 1974. Í janúar 1984 fluttist kennslan í nýtt bóknámshús (formlega opnað 1987) á Torfnesi þar sem heimavistin var fyrir og nú einnig íþróttahús (1993) og verknámshús (1995).
Fyrsti skólameistari skólans var Jón Baldvin Hannibalsson, en hann hætti árið 1979. Síðar var Björn Teitsson, Smári Haraldsson, Bryndís Schram, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir.
Þekktir nemendur
[breyta | breyta frumkóða]Allnokkrir þekktir einstaklingar hafa stundað nám við Menntaskólann á Ísafirði.
Stjórnmálamenn
[breyta | breyta frumkóða]- Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður[1]
- Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður[2]
Listafólk og fræðimenn
[breyta | breyta frumkóða]- Eiríkur Örn Norðdahl, skáld.
- Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur.
- Erpur Eyvindarson, tónlistarmaður.
- Þormóður Eiríksson, tónlistarmaður.
Íþróttamenn
[breyta | breyta frumkóða]- Andri Rúnar Bjarnason, knattspyrnumaður