Johannes Larsen
Útlit
Johannes Larsen (1867 – 1961) var danskur listmálari. Hann myndskreytti útgáfu af Íslendingasögum sem gefin var út í tilefni af Alþingishátíðinni árið 1930 og ferðaðist um Ísland sumurin 1927 og 1930 í þeim tilgangi. Vibeke Nørgaard Nielsen skrifaði bókina Sagafærden um hinar tvær ferðir Johannes Larsens til Íslands og er bókin byggð á dagbókum hans. Bókin hefur komið út á íslensku undir titlinum Listamaður á söguslóðum. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi bókina. Gerð hefur verið heimildarmynd eftir sögunni.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- SAGAFÆRDEN Johannes Larsens mesterlige tegninger fra Island[óvirkur tengill]
- Maleren Johannes Larsens sagarejser til Island – Dokumentarfilm