Fara í innihald

Faggilding

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Faggilding er formleg viðurkenning þar til bærs stjórnvalds á því hvort aðili sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni samkvæmt samræmismati, sem er mat á því hvort aðili uppfylli slíkar kröfur. Einnig eru metnar vörur, ferli og kerfi. Hugverkastofan er hinn opinberi faggildingaraðili á Íslandi og hefur með höndum allar tegundir faggildinga bæði þar sem er lagaleg krafa um faggildingu og á sviðum þar sem mönnum er í sjálfsvald sett að faggilda starfsemi sína.