Fara í innihald

Elevsinion

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Elevsinion var hof sem stóð neðst í Akrópólishæð í Aþenu, neðan við innganginn Propylaea.

Gyðjan Demeter var dýrkuð í hofinu og allt sem tengdist elevsísku launhelgunum var einnig geymt þar. Hofið gegndi mikilvægu hlutverki í panþenísku leikjunum.

Upphaflega var aðaldýrkunarstaður gyðjunnar í Elevsis, ekki langt frá Aþenu. Þegar borgríkið var síðan sameinað í ríki Aþenu var ákveðið að hafa hof henni til helgunar á Akrópólishæð og var það byggt í kringum 480 f.Kr. Hofið var byggt yfir eldri grunn hofs sem var frá kringum 550 f.Kr.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.