24 stundir
Útlit
24 stundir var íslenskt dagblað sem kom fyrst út 6. maí 2005 en hét þá Blaðið. Nafninu var breytt í 24 stundir 9. október 2007 og blaðið kom síðast út 9. október 2008. 24 stundum var dreift á heimili um allt land endurgjaldslaust. Útgefandi 24 stunda var Árvakur hf.
Ritstjórar 24 stunda voru:
- Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, frá 20. maí 2008[1]
- Ólafur Þ. Stephensen, frá 1. júní 2007[2]
- Trausti Hafliðason, frá desember 2006[3]
- Sigurjón M. Egilsson, frá 8. júlí 2006[4]
- Ásgeir Sverrisson, frá 1. febrúar 2006[5]
- Karl Garðarsson, frá 5. maí 2005[6]
Útgefandi
[breyta | breyta frumkóða]Útgáfufélag 24 stunda var Árvakur hf. 24 stundir hétu áður Blaðið en það var stofnað af Karli Garðarssyni, Sigurði G. Guðjónssyni og Steini Kára Ragnarssyni sem áttu bróðurpart hlutafjár við stofnun. Í desember 2005 keypti Árvakur - útgáfufélag Morgunblaðsins 50% hlutafjár í Ári og Degi og keypti síðan félagið að fullu 2007.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Gunnhildur Arna tekin við ritstjórn 24 stunda“. Sótt 31. desember 2012.
- ↑ „Ólafur Þ. Stephensen ráðinn ritstjóri Blaðsins“. Sótt 31. desember 2012.
- ↑ „Ólafur Þ. Stephensen ráðinn ritstjóri Blaðsins“. Sótt 31. desember 2012.
- ↑ „Sigurjón M. Egilsson ráðinn ritstjóri Blaðsins“. Sótt 31. desember 2012.
- ↑ „Ásgeir Sverrisson ráðinn ritstjóri Blaðsins“. Sótt 31. desember 2012.
- ↑ „Blaðið kemur út í dag“. Sótt 31. desember 2012.