1914
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1914 (MCMXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 14. janúar - Eimskipafélag Íslands stofnað.
- 26. febrúar - Skíðafélag Reykjavíkur stofnað.
- 21. júlí - Sigurður Eggerz tekur við embætti Íslandsráðherra.
- 25. október - Verkakvennafélagið Framsókn stofnað í Reykjavík.
- Alþingiskosningar voru haldnar.
- Knud Zimsen kjörinn borgarstjóri Reykjavíkur.
- Dýraverndunarfélag Íslands stofnað.
- Fyrstu röntgentækin koma til Íslands.
- Benedikt G. Waage þreytir Viðeyjarsund á 1 klst og 56 mín.
- Sambandsflokkurinn leggst af.
- Fossafélagið Títan er stofnað.
- Fótboltafélagið Hvöt stofnað, fyrsta knattspyrnufélag kvenna á Íslandi.
- Hafnarfjarðarbíó hefur starfsemi.
- Hagstofa Íslands tekur til starfa.
- Mímir gosdrykkjagerð stofnuð.
Fædd
- 12. ágúst - Gísli Halldórsson, arkitekt. (d. 2012)
- 31. desember - Gils Guðmundsson, íslenskur rithöfundur og stjórnmálamaður (d. 2005)
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Fyrsta farþegaflugið fer á milli St. Petersburg og Tampa í Flórída.
- 21. apríl - Bandaríkjamenn hertaka höfnina í Veracruz, Mexíkó, með 2.300 hermönnum. Borginni er haldið í 6 mánuði. Mexíkó slítur stjórnmálatengslum við Bandaríkin.
- 29. maí - Farþegaskipið RMS Empress of Ireland sekkur í St. Lawrence-flóa í Kanada; 1.012 láta lífið.
- 28. júní - Franz Ferdinand erkihertogi, ríkisarfi Austurríkis-Ungverjalands og kona hans Sophie vegin af serbneska þjóðernissinnanum Gavrilo Princip.
- 28. júlí - Í kjölfar morðsins á Franz Ferdinand lýsir Austurríki-Ungverjaland stríði á hendur Serbíu. Upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar.
- 1. ágúst - Stríðsyfirlýsing Þýskalands á hendur Rússlandi. Herútboð í Þýskalandi og Frakklandi.
- 2. ágúst - Þjóðverjar hernema Lúxemborg.
- 2. ágúst - Tyrkjaveldi skuldbindur sig til hlutleysis í leynisamningi við Þjóðverja.
- 3. ágúst - Þjóðverjar lýsa stríði á hendur Frökkum.
- 4. ágúst - Þýskur her ræðst inn í Belgíu. Í kjölfar þess lýsir Bretland stríði á hendur Þýskalandi. Bandaríkin lýsa yfir hlutleysi.
- 5. ágúst - Orrustan við Liège hefst, Þjóðverjar bera sigurorð af Belgum 11 dögum síðar.
- 15. ágúst - Panamaskurðurinn opnaður fyrir skipaumferð.
- 20. ágúst - Þjóðverjar ná Brussel á sitt vald.
- 23. ágúst - Japan lýsir stríði á hendur Þýskalandi.
- 5.-9. september - Orrustan við Marne. Herir Breta og Frakka stöðva sókn Þjóðverja til Parísar. Um 2 milljónir hermanna taka þátt í orrustunni, um 100 þúsund falla.
- 9. október - Umsátri Þjóðverja um Antwerpen lýkur með uppgjöf borgarinnar.
- 29. október - Tyrkneski flotinn ræðst á rússneskar hafnir við Svartahaf. Í kjölfar þess lýsa Rússar, Frakkar og Bretar stríði á hendur Tyrkjaveldi.
- 5. nóvember - Bretar taka Kýpur af Tyrkjum.
- 15. desember - Um 700 látast í gassprengingu í kolanámu í Kyūshū, Japan.
- 24. desember - Jólavopnahlé á víglínu og skotgröfum fyrri heimsstyrjaldar. [1]
- Konungsríkið Kongó er lagt niður.
Fædd
- 22. febrúar - Renato Dulbecco, ítalskur veirufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 2012)
Dáin
- 25. mars - Frédéric Mistral, franskur Nóbelsverðlaunahafi sem orti á oksítönsku (f. 1830).
- 2. apríl - Paul Heyse, þýskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1830).
- 6. júlí - Otto Bumbel, brasilískur knattspyrnuþjálfari (d. 1998).
- 10. október - Karl I., konungur Rúmeníu.
- Eðlisfræði - Max von Laue
- Efnafræði - Theodore William Richards
- Læknisfræði - Robert Bárány
- Bókmenntir - Voru ekki veitt þetta árið
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið