1848
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1848 (MDCCCXLVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Landsfréttablaðið Þjóðólfur var stofnað.
- Jón Sigurðsson gaf út Hugvekja til Íslendinga, hugleiðingar um sjálfstæði Íslands.
- Stækkun Dómkirkjunnar í Reykjavík var lokið. Var hún múrhúðuð.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 24. janúar - Gullæðið í Kaliforníu hófst. Borgin Sacramento var stofnuð sama ár vegna þess.
- 31. janúar - Hafið var að byggja Washington-minnismerkið.
- 2. febrúar - Stríð Mexíkó og Bandaríkjanna: Mexíkó gaf eftir landssvæði sem verður Suðvestur-Bandaríkin.
- 21. febrúar - Kommúnistaávarpið eftir Karl Marx og Friedrich Engels kom út.
- 24. febrúar - Febrúarbyltingin í Frakklandi: Konungsríkið Frakkland lagðist af.
- 18. mars - Hundruðir létust í Berlín þegar byltingarmönnum og ríkishernum lenti saman.
- 24. mars - Fyrra Slésvíkurstríðið hófst milli Danmerkur og Þýskalands.
- 19. maí - Stríð Mexíkó og Bandaríkjanna endaði með samningum.
- 30. maí - Wisconsin varð 30. fylki Bandaríkjanna.
- 12. september - Nýrri lýðræðislegri stjórnarskrá var komið á í Sviss.
- Október - Þjóðernisbyltingar í Ungverjalandi og Rúmeníu: Allt að 6.000 Rúmenar voru drepnir af ungverskum byltingarsinnum og kringum 8.000 Ungverjar voru drepnir af rúmenskum byltingarsinnum.
- 3. nóvember - Nýrri lýðræðislegri stjórnarskrá var komið á í Hollandi sem takmarkaði völd konungsveldisins.
- 4. nóvember - Annað franska lýðveldið komst á og bráðabirgðastjórn sem hafði starfað frá því í febrúar lagði niður störf. Ný stjórnarskrá var staðfest.
- 7. nóvember - Zachary Taylor varð forseti Bandaríkjanna.
- 6. desember - Austurríski herinn réðst inn í Ungverjaland.
- 10. desember - Napóleon 3. var kosinn forseti Frakklands.
- 18. desember - Bærinn Punta Arenas er stofnaður í Síle, sá fyrsti við Magellansund.
- Borgin Joensuu var stofnuð í Norður-Karelíu í Finnlandi af Nikulás 1. Rússakeisara.
- Wisconsin-háskóli í Madison var stofnaður.
- Hægriflokkurinn (1848-1866) var stofnaður í Danmörku.
Fædd
Dáin
- 20. janúar - Kristján VIII konungur Íslands og Danmerkur (f. 1786).