Þeremín
Þeremín er rafmagnshljóðfæri sem fundið var upp snemma á 20. öldinni.
Saga þeremínsins
[breyta | breyta frumkóða]Rússneskur vísindamaður að nafni Léon Theremin fann upp þeremínið árið 1919 þegar hann var að rannsaka útvörp og útvarpsbylgjur á mismunandi tíðnum. Þá hafði ekkert rafmagnshljóðfæri verið fundið upp og var því þeremínið það fyrsta í heiminum. Theremin ferðaðist um heiminn og kynnti hljóðfærið við góðar undirtektir. Árið 1928 fékk Theremin einkaleyfi á tækinu en þetta sama ár kom Frakkinn Maurice Martenot fram með rafhljóðfæri sem hafði hljómborð. En hljóðfærið Ondes Martenot, þrátt fyrir útlit ólíkt þeremíninu, hafði sambærilega hegðun og hljóm og byggði á sömu tækni.
Virkni þeremíns
[breyta | breyta frumkóða]Þeremínið er eina hljóðfæri í heiminum sem byggist á því að hljóðfæraleikarinn snertir ekki hljóðfærið.
Þeremín er monofónískt hljóðfæri.
Hljóð þeremínsins hefur oft verið líkt við háa kvennmannsrödd eða „draugahljóð“. Melódíur spilaðar á þeremín eru bundnar og flakkar hljóðfærið á milli nótna í stað þess að hafa skref eða högg (plokk) á nótum.
Þeremín hefur tvö loftnet sem gefa frá sér rafsegulsvið. Með því að færa hendurnar inní rafsegulsviðið breytist hljóðið. Annað loftnetið (sem vísar oftast upp og lítur út eins og útvarpsloftnet) stjórnar tíðni hljóðsins meðan hitt (sem er oftast hringlaga og liggur lárétt svo vinstri hendin svífi fyrir ofan) stjórnar styrk hljóðsins. Sitt hvor hendin stjórnar sitt hvoru loftnetinu til að framkalla hljóð, því fjær sem hendurnar eru því dýpra og/eða veikara verður hljóðið.
Þeremín í tónlist
[breyta | breyta frumkóða]Þeremín fékk mikla viðurkenningu um allan heim sem tækniundur en náði þó ekki mikilli fótfestu í tónlist til að byrja með. Einhverjir klassískir tónlistarmenn skrifuðu verk fyrir þeremín en hljóðfærið hlaut mestar vinsældir í bíómyndum til að framkalla draugahljóð.
Þeremín var fyrst notað í dægurtónlist í Good Vibrations eftir Beach Boys árið 1956. Þar notar Brian Wilson tegund af þeremíni sérhannað af Robert Moog til að framkalla þeremínhljóðið.