Julian Assange
Julian Assange | |
---|---|
Fæddur | 3. júlí 1971 |
Þjóðerni | Ástralía |
Störf | Ritstjóri, forritari, blaðamaður, stjórnmálamaður |
Maki | Teresa Doe (g. 1989; skilin 1999) Sarah Harrison (2009-2012) Stella Assange (g. 2022) |
Börn | 4 |
Undirskrift | |
Þessi grein getur verið stækkuð úr tilsvarandi greininni á ensku Wikipediunni. |
Julian Assange (fæddur 1971) er ástralskur blaðamaður, aðgerðasinni og forritari. Assange er þekktastur fyrir það að vera talsmaður og aðalritstjóri Wikileaks.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Julian Assange fæddist í Townsville, Queensland, Ástralíu. Foreldrar hans höfðu kynnst á mótmælafundi gegn Víetnamstríðinu en faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Julian var ungur og því ól móðir hans, Christine, hann upp ásamt seinni eiginmanni sínum, leikaranum og leikhússtjóranum Brett Assange.[1] Nafnið Assange er talið vera afbökun á kínverska nafninu Ah Sang.[2]
Assange bjó meginhluta æskuára sinna á Magnetic Island, en fluttist eftir það mjög víða um Ástralíu og nam við marga grunn- og háskóla. Hann var meðhöfundur bókarinnar Underground ásamt Suelette Dreyfus um undirheima internetsins.[3] Í undirheimum internetsins var hann þekktur undir heitinu mendax og var þekktur fyrir að geta skurkað sig inn á flóknustu öryggiskerfi heims. Ein af höfuðreglum hans, sem hann nefnir í bókinni Underground, var að skemma aldrei þau tölvukerfi sem hann brýst inn í. Í september 1991 skurkaði hann sig inná stjórnstöð kanadíska fjarskiptafyrirtækisins Nortel. Í dómsúrskurðinum segir dómarinn um ástæðu brotsins: „Það eru engar sannanir fyrir öðru en þarna væri á ferðinni þorsti fyrir þekkingu og nautnin við að geta vafrað um mismunandi tölvur“. Niðurstaða dómsins var að greiða ríkinu litla upphæð í skaðabætur.[4]
Assange var handtekinn í Lundúnum þann 7. desember 2010 vegna ásakana um kynferðisbrot.[5] Hann var leystur úr haldi 16. desember 2010 gegn 240.000 punda tryggingu.[6]
Árið 2012 fékk Assange hæli í sendiráði Ekvador í London til að forðast að vera handtekinn og framseldur til Svíþjóðar vegna ásakana um nauðgun. Assange dvaldist í sendiráðinu í heil sjö ár, allt þar til honum var úthýst og hann handtekinn af breskri lögreglu þann 11. apríl árið 2019.[7][8] Blaðamenn án landamæra og ýmis mannúðarsamtök skilgreindu Assange sem pólitískan fanga.[9]
Assange dvaldi í Belmarsh-fangelsi í London í Bretlandi næstu árin á meðan rætt var um hvort framsal hans til Bandaríkjanna yrði heimilað. Honum var loks sleppt úr fangelsi þann 24. júní 2024 eftir að hann gerði dómssátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.[10]
Eitt og annað
[breyta | breyta frumkóða]- Julian eignaðist son 18 ára gamall.
- Birgitta Jónsdóttir, fyrrum þingmaður Pírata hefur stutt Julian og vinnu hans fyrir WikiLeaks og kom meðal annars að gerð handrits kvikmyndarinnar Fifth Estate.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- David Leigh; Luke Harding (2011). WikiLeaks: Stríðið gegn leyndarhyggju. Þýðing eftir Arnar Matthíasson. Reykjavík: Veröld. ISBN 9789979789840.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Leigh & Harding 2011, bls. 44.
- ↑ Leigh & Harding 2011, bls. 45.
- ↑ Profile: Wikileaks founder Julian Assange British Broadcasting Corporation. Skoðað þann 6. desember 2010
- ↑ Wikileaks and Julian Paul Assange The New Yorker. Skoðað þann 6. desember 2010
- ↑ „Assange handtekinn“. Sótt 9. desember 2010.
- ↑ Assange leystur úr haldi Morgunblaðið Skoðað þann 19. desember 2010
- ↑ „Búið að handtaka Assange í London“. mbl.is. 11. apríl 2019. Sótt 11. apríl 2019.
- ↑ „Julian Assange handtekinn í Lundúnum“. RÚV. 11. apríl 2019. Sótt 11. apríl 2019.
- ↑ „„Fyrst og fremst pólitískar ofsóknir"“. mbl.is. 20. apríl 2022. Sótt 26. apríl 2023.
- ↑ Lovísa Arnardóttir (25. júní 2024). „Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi“. Vísir. Sótt 25. júní 2024.