Fara í innihald

Ricotta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ricotta

Ricotta er ítölsk mjólkurafurð gerð úr mysunni sem er eftir úr ostaframleiðslu. Því framleiðslan á ricotta á sér stað í sambandi við framleiðslu á ostum er hún oft ranglega talin ostur, en í rauninni er aðeins mysan notuð, sem er hituð þar til próteinin í henni storkna.

Ricotta má framleiða úr kúa-, geita-, sauða- eða buffalamjólk en hefur tiltölulega lítið fituinnihald (um 8% sé kúamjólk notuð).

Áferðin er oft svolítið sendin en stóra laktósamagn ricotta gefur frekar sætt bragð og þannig hentar hún vel í eftirrétti. Sæta bragðið er þó ekki svo áberandi að varan getur ekki verið notuð í salta rétti.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.