Fara í innihald

Ljóðhús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ljóðhús innan Suðureyja

Ljóðhús (skosk gelíska: Leòdhas, enska: Lewis) eru norðurhluti eyjunnar Ljóðhúsa og Héraðs í Ytri Suðureyjum. Flatarmál Ljóðhúsa er 1.700 km². Ljóðhús eru lægri og sléttari en suðurhluti eyjunnar, Hérað, sem er tiltölulega fjöllótt. Landið á Ljóðhúsum er frjósamt og því búa um þrír af hverjum fjórum íbúa eyjunnar þar. Stærsti bærinn í Suðureyjum, Stornoway, er á Ljóðhúsum.

Ljóðhús hafa að geyma marga ólíka vaxtarstaði þar sem fjölbreytt gróður- og dýralíf, svo sem gullernir, krónhirtir og hreifadýr, lifir. Þessar tegundir njóta verndar á nokkrum náttúruverndarsvæðum sem er að finna á eyjarhlutanum.

Öldungakirkjan hefur haft mikil áhrif á sögu Ljóðhúsa. Eyjarhlutinn var einu sinni undir stjórn Norðmanna. Lifnaður á Ljóðhúsum er frábrugðinn þeim sem er að finna annars staðar á Skotlandi. Ljóðhýsingar halda sabbatsdaginn hátíðlegan, tala margir gelísku og stunda enn mógröft. Rík saga Ljóðhúsa er varðveitt í þjóðsögum og tónlistarhefð eyjarhlutans.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.