Fara í innihald

Abd al-Fattah as-Sisi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Abd al-Fattah as-Sisi
عبد الفتاح السيسى
Sisi forseti árið 2017.
Forseti Egyptalands
Núverandi
Tók við embætti
8. janúar 2014
ForsætisráðherraIbrahim Mahlab
Sherif Ismail
Moustafa Madbouly
ForveriAdlí Mansúr (starfandi)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur19. nóvember 1954 (1954-11-19) (69 ára)
Kaíró, Egyptalandi
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn
MakiEntissar Amer (g. 1977)
Börn4
StarfHerforingi, stjórnmálamaður
Undirskrift

Abdel Fattah Saeed Hussein Khalil el-Sisi (عبد الفتاح سعيد حسين خليل السيسي á arabísku) (f. 19. nóvember 1954) er sjötti og núverandi forseti Egyptalands, í embætti frá árinu 2014.

Sisi fæddist í Kaíró og var staðsettur sem hermaður í Sádi Arabíu eftir að hafa gengið í herinn. Hann stundaði hernám í herstjórnarskóla Egyptalands og frá árinu 1992 í herstjórnarháskólanum í Watchfield, Oxfordshire í Bretlandi. Árið 2006 hlaut hann þjálfun í stríðsháskóla Bandaríkjanna í Carlisle, Pennsylvaníu. Eftir egypsku byltinguna árið 2011 og kjör Mohameds Morsi til forseta var Sisi útnefndur varnarmálaráðherra þann 12. ágúst 2012.

Sem varnarmálaráðherra og yfirforingi egypska hersins tók Sisi þátt í valdaráni gegn Morsi þann 3. júlí árið 2013 í kjölfar fjöldamótmæla gegn forsetanum. Hann leysti upp stjórnarskrá ársins 2012 og lagði fram tillögu ásamt höfuðpaurum stjórnarandstöðunnar og helstu trúarleiðtoga um að kosið yrði um nýja stjórnarskrá, nýtt þing og nýjan forseta. Morsi var leystur af hólmi af bráðabirgðastjórn sem hófst síðan handa við að uppræta Múslimabræðralagið sem Morsi tilheyrði og íslamista sem studdu það. Síðan sneri stjórnin sér að því að berja niður frjálslynda andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Þann 13. ágúst 2013 drap egypska lögreglan hundruð almennra borgara og særði þúsundir í hinu svokallaða „Rabaa-blóðbaði“.[1]

Þann 26. mars 2014 hætti Sisi hernaðarferli sínum og lýsti því yfir að hann myndi gefa kost á sér í egypsku forsetakosningunum sama ár.[2] Kosningarnar fóru fram frá 26. til 28. maí á milli Sisi og eins mótframbjóðanda, Hamdeen Sabahi.[3] Sisi hlaut afburðasigur með um 97% atkvæða og þátttöku um 47% kjósenda.[3][4][5] Sisi tók við forsetaembætti þann 8. júní 2014. Ríkisstjórn Sisi hefur veitt egypska hernum ótakmörkuð völd[6] og því líta margir á Sisi sem einræðisherra.[6][7]

Sisi var endurkjörinn forseti í apríl árið 2018, aftur með 97% atkvæða. Eini mótframbjóðandi hans sem leyft var að gefa kost á sér var lítið þekktur stjórnmálamaður, Moussa Mostafa Moussa, sem studdi sjálfur endurkjör Sisi.[8]

Tilvísanir

  1. Bowen, Jeremy (29. maí 2014). „Egypt election: Sisi secures landslide win“. BBC News. Sótt 31. ágúst 2015.[óvirkur tengill]
  2. „Egypt's El-Sisi bids military farewell, says he will run for presidency“. Ahram Online. 26. mars 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 mars 2014. Sótt 26. mars 2014.
  3. 3,0 3,1 „Egypt election: Sisi secures landslide win“. BBC. 29. maí 2014. Sótt 29. júlí 2014.
  4. „Former army chief scores landslide victory in Egypt presidential polls“. The Guardian. Sótt 29. maí 2014.
  5. „Egypt's Sisi set for landslide win in presidential vote“. France24. 29. maí 2014. Sótt 2. júní 2014.
  6. 6,0 6,1 Cambanis, Thanassis (22. maí 2015). „Egypt's Sisi Is Getting Pretty Good … at Being a Dictator“. Foreign Policy. Sótt 25. júlí 2017.
  7. Giglio, Mike; Dickey, Christopher; Atef, Maged; Jones, Sophia (16. ágúst 2013). „The Anonymous Dictator“. Newsweek Global.. árgangur 161 no. 29. ISSN 0028-9604. Sótt 25. júlí 2015 – gegnum EBSCOhost.
  8. „Abdul Fattah al-Sisi endurkjörinn forseti Egyptalands“. Vísir. 2. apríl 2018. Sótt 15. apríl 2018.


Fyrirrennari:
Adlí Mansúr
(starfandi)
Forseti Egyptalands
(8. janúar 2014 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti