Fara í innihald

„Dwight D. Eisenhower“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(11 millibreytinga eftir 2 notendur ekki sýndar)
Lína 8: Lína 8:
| stjórnartíð_start = [[20. janúar]] [[1953]]
| stjórnartíð_start = [[20. janúar]] [[1953]]
| stjórnartíð_end = [[20. janúar]] [[1961]]
| stjórnartíð_end = [[20. janúar]] [[1961]]
| vara_forseti = [[Richard Nixon]]
| fæðingarnafn = Franklin Delano Roosevelt
| forveri = [[Harry S. Truman]]
| eftirmaður = [[John F. Kennedy]]
| titill2= Yfirmaður Evrópuherstjórnar Atlantshafsbandalagsins
| stjórnartíð_start2 = [[2. apríl]] [[1951]]
| stjórnartíð_end2 = [[30. maí]] [[1952]]
| forveri2 = ''Embætti stofnað''
| eftirmaður2 = [[Matthew Ridgway]]
| titill3= Yfirmaður herforingjaráðs bandaríska landhersins
| stjórnartíð_start3 = [[19. nóvember]] [[1945]]
| stjórnartíð_end3 = [[6. febrúar]] [[1948]]
| forseti3 = [[Harry S. Truman]]
| forveri3 = [[George C. Marshall]]
| eftirmaður3 = [[Omar Bradley]]
| fæðingarnafn =
| fæddur = [[14. október]] [[1890]]
| fæddur = [[14. október]] [[1890]]
| fæðingarstaður = [[Denison, Texas|Denison]], [[Texas]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| fæðingarstaður = [[Denison, Texas|Denison]], [[Texas]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
Lína 19: Lína 33:
| laun =
| laun =
| trú =
| trú =
| maki = [[Mamie Eisenhower|Mamie Doud]] (g. 1905)
| maki = [[Mamie Eisenhower|Mamie Doud]] (g. 1916)
| börn = Doud, John
| börn = Doud, John
| foreldrar =
| foreldrar =
Lína 29: Lína 43:
| undirskrift = Dwight Eisenhower Signature.svg
| undirskrift = Dwight Eisenhower Signature.svg
}}
}}
'''Dwight David „Ike“ Eisenhower''' ([[14. október]] [[1890]] – [[28. mars]] [[1969]]) var 34. [[forseti Bandaríkjanna]] frá [[20. janúar]] [[1953]] til [[20. janúar]] [[1961]] fyrir [[repúblikanar|repúblikana]]. Í [[Síðari heimsstyrjöldin]]ni var hann yfirmaður alls herafla [[Bandamenn|Bandamanna]] í [[Evrópa|Evrópu]] og stjórnaði meðal annars innrásum í [[Frakkland]] og [[Þýskaland]] [[1944]] til [[1945]]. Árið [[1949]] varð hann fyrsti yfirhershöfðingi herja [[NATO]]. Í forsetatíð hans lauk [[Kóreustríðið|Kóreustríðinu]] [[1953]], auknu fé var veitt til þróunar [[kjarnavopn]]a og [[kapphlaupið um geiminn]] hófst.
'''Dwight David „Ike“ Eisenhower''' ([[14. október]] [[1890]] – [[28. mars]] [[1969]]) var 34. [[forseti Bandaríkjanna]] frá [[20. janúar]] [[1953]] til [[20. janúar]] [[1961]] fyrir [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikana]]. Í [[síðari heimsstyrjöldin]]ni var hann yfirmaður alls herafla [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]] í [[Evrópa|Evrópu]] og stjórnaði meðal annars innrásum í [[Frakkland]] og [[Þýskaland]] [[1944]] til [[1945]]. Árið [[1949]] varð hann fyrsti yfirmaður Evrópuherstjórnar [[NATO]]. Í forsetatíð hans lauk [[Kóreustríðið|Kóreustríðinu]] [[1953]], auknu fé var veitt til þróunar [[kjarnavopn]]a og [[kapphlaupið um geiminn]] hófst.


==Æviágrip==
==Æviágrip==
Lína 36: Lína 50:
Í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni sótti Eisenhower um stöðu í vesturvígstöðvunum í Evrópu en umsókn hans var hafnað og hann var þess í stað settur yfir herdeild sem sá um þjálfun [[Skriðdreki|skriðdreka]]liða. Eftir stríðið gegndi hann herþjónustu undir ýmsum hershöfðingjum og var gerður að fylkishershöfðingja árið 1941. Eftir að Bandaríkin gengu inn í [[seinni heimsstyrjöldin]]a skipaði [[Franklin D. Roosevelt]] árið 1943 Eisenhower yfirhershöfðingja [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]] (enska: ''Supreme Allied Commander'') í Evrópu. Eisenhower var falið að skipuleggja innrásir bandamanna í [[Norður-Ameríka|Norður-Afríku]] og [[Sikiley]]. Hann hafði síðan umsjón yfir [[Innrásin í Normandí|innrásunum í Frakkland]] og [[Þriðja ríkið|Þýskaland]]. Eftir innrásina tók Eisenhower við uppgjöf Þjóðverja í [[Reims]] þann 7. maí árið 1945.<ref name=bls324>{{Bókaheimild|titill=Bandaríkjaforsetar|höfundur=Jón Þ. Þór|útgefandi=Urður bókafélag|ár=2016|bls=324}}</ref>
Í [[fyrri heimsstyrjöldin]]ni sótti Eisenhower um stöðu í vesturvígstöðvunum í Evrópu en umsókn hans var hafnað og hann var þess í stað settur yfir herdeild sem sá um þjálfun [[Skriðdreki|skriðdreka]]liða. Eftir stríðið gegndi hann herþjónustu undir ýmsum hershöfðingjum og var gerður að fylkishershöfðingja árið 1941. Eftir að Bandaríkin gengu inn í [[seinni heimsstyrjöldin]]a skipaði [[Franklin D. Roosevelt]] árið 1943 Eisenhower yfirhershöfðingja [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamanna]] (enska: ''Supreme Allied Commander'') í Evrópu. Eisenhower var falið að skipuleggja innrásir bandamanna í [[Norður-Ameríka|Norður-Afríku]] og [[Sikiley]]. Hann hafði síðan umsjón yfir [[Innrásin í Normandí|innrásunum í Frakkland]] og [[Þriðja ríkið|Þýskaland]]. Eftir innrásina tók Eisenhower við uppgjöf Þjóðverja í [[Reims]] þann 7. maí árið 1945.<ref name=bls324>{{Bókaheimild|titill=Bandaríkjaforsetar|höfundur=Jón Þ. Þór|útgefandi=Urður bókafélag|ár=2016|bls=324}}</ref>


Eftir stríðið var Eisenhower skipaður yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers. Hann gegndi því embætti til ársins 1948, en þá sagði hann sig úr hernum og gaf út endurminningar sínar af stríðinu í Evrópu undir titlinum ''Crusades in Europe''. Í bandarísku forsetakosningunum árið 1948 sóttust báðir stóru stjórnmálaflokkarnir eftir Eisenhower sem forsetaefni og [[Harry S. Truman]], sitjandi forseti Bandaríkjanna úr [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokknum]], gekk svo langt að bjóðast til þess að vera varaforseti Eisenhowers ef Eisenhower vildi bjóða sig fram í hans stað fyrir Demókrata.<ref name=bls324/> Eisenhower afþakkaði boðin og gerðist þess í stað forseti [[Columbia-háskóli|Columbia-háskóla]]. Frá 1951 til 1952 var hann fyrsti yfirhershöfðingi [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]].
Eftir stríðið var Eisenhower skipaður yfirmaður herforingjaráðs bandaríska landhersins. Hann gegndi því embætti til ársins 1948, en þá sagði hann sig úr hernum og gaf út endurminningar sínar af stríðinu í Evrópu undir titlinum ''Crusades in Europe''. Í bandarísku [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1948|forsetakosningunum árið 1948]] sóttust báðir stóru stjórnmálaflokkarnir eftir Eisenhower sem forsetaefni og [[Harry S. Truman]], sitjandi forseti Bandaríkjanna úr [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokknum]], gekk svo langt að bjóðast til þess að vera varaforseti Eisenhowers ef Eisenhower vildi bjóða sig fram í hans stað fyrir Demókrata.<ref name=bls324/> Eisenhower afþakkaði boðin og gerðist þess í stað forseti [[Columbia-háskóli|Columbia-háskóla]]. Frá 1951 til 1952 var hann fyrsti yfirmaður Evrópuherstjórnar [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]].


===Forsetatíð (1952–1961)===
===Forsetatíð (1952–1961)===
Árið 1952 gaf Eisenhower kost á sér í forsetakosningum Bandaríkjanna fyrir [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokkinn]]. Hann bauð sig einkum fram til þess að koma í veg fyrir að öldungadeildarþingmaðurinn [[Robert A. Taft]] væri útnefndur frambjóðandi flokksins. Taft var einangrunarsinni sem var á móti Atlantshafsbandalaginu og vildi ekki að Bandaríkin hefðu afskipti af alþjóðamálum. Eisenhower vann útnefningu flokksins og vann síðan stórsigur í forsetakosningunum á móti [[Demókrataflokkurinn|demókratanum]] [[Adlai Stevenson II|Adlai Stevenson]]. Sigur Eisenhowers var fyrsti sigur Repúblikana í forsetakosningum frá því að [[Herbert Hoover]] vann árið 1928. Eisenhower vann endurkjör árið 1956, aftur á móti Stevenson.
Árið 1952 gaf Eisenhower kost á sér í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1952|forsetakosningum Bandaríkjanna]] fyrir [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokkinn]]. Hann bauð sig einkum fram til þess að koma í veg fyrir að öldungadeildarþingmaðurinn [[Robert A. Taft]] væri útnefndur frambjóðandi flokksins. Taft var einangrunarsinni sem var á móti Atlantshafsbandalaginu og vildi ekki að Bandaríkin hefðu afskipti af alþjóðamálum. Eisenhower vann útnefningu flokksins og vann síðan stórsigur í forsetakosningunum á móti [[Demókrataflokkurinn|demókratanum]] [[Adlai Stevenson II|Adlai Stevenson]]. Sigur Eisenhowers var fyrsti sigur Repúblikana í forsetakosningum frá því að [[Herbert Hoover]] vann árið 1928. Eisenhower vann endurkjör [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1956|árið 1956]], aftur á móti Stevenson.


Helstu markmið Eisenhowers sem forseta voru að hafa hemil á útþenslu [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] og draga úr tekjuhalla í útgjöldum alríkisstjórnarinnar. Árið 1953 hótaði Eisenhower því að beita kjarnavopnum til þess að fá kommúnistastjórn [[Kína|Kínverja]] til þess að fallast á friðarskilmála í [[Kóreustríðið|Kóreustríðinu]]. Kínverjar féllust á að skrifa undir vopnahlé og er vopnahléð enn í gildi í dag. Eisenhower beitti sér þó almennt fyrir aðhaldi í kjarnorkunotkun og lagði áherslu á ódýr kjarnavopn og lægri útgjöld til dýrustu herdeilda Bandaríkjahers. Líkt og forveri sinn, Harry S. Truman, viðurkenndi Eisenhower stjórn [[Taívan|Lýðveldisins Kína á Taívan]] sem hina einu réttmætu stjórn Kína. Hann fékk árið 1955 samþykki Bandaríkjaþings fyrir yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn hétu því að koma Taívan til varnar ef kommúnistastjórnin á meginlandinu gerði innrás.
Helstu markmið Eisenhowers sem forseta voru að hafa hemil á útþenslu [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] og draga úr tekjuhalla í útgjöldum alríkisstjórnarinnar. Árið 1953 hótaði Eisenhower því að beita kjarnavopnum til þess að fá kommúnistastjórn [[Kína|Kínverja]] til þess að fallast á friðarskilmála í [[Kóreustríðið|Kóreustríðinu]]. Kínverjar féllust á að skrifa undir vopnahlé og er vopnahléð enn í gildi í dag. Eisenhower beitti sér þó almennt fyrir aðhaldi í kjarnorkunotkun og lagði áherslu á ódýr kjarnavopn og lægri útgjöld til dýrustu herdeilda Bandaríkjahers. Líkt og forveri sinn, Harry S. Truman, viðurkenndi Eisenhower stjórn [[Taívan|Lýðveldisins Kína á Taívan]] sem hina einu réttmætu stjórn Kína. Hann fékk árið 1955 samþykki Bandaríkjaþings fyrir yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn hétu því að koma Taívan til varnar ef kommúnistastjórnin á meginlandinu gerði innrás.
Lína 46: Lína 60:
Stjórn Eisenhowers var Frökkum innan handar í baráttu þeirra við víetnamska kommúnista í [[fyrri Indókínastyrjöldin]]ni. Eftir að Frakkarnir höfðu sig á brott gaf stjórn Eisenhowers nýja ríkinu [[Suður-Víetnam]] ríkulega fjárhagsaðstoð. Eisenhower og stjórn hans áttu hönd í bagga í nokkrum [[valdarán]]um sem gerð voru gegn lýðræðislega kjörnum stjórnum í þriðjaheimsríkjum á forsetatíð hans. Á forsetatíð Eisenhowers studdi [[bandaríska leyniþjónustan]] [[Valdaránið í Íran 1953|valdarán í Íran árið 1953]] og [[Valdaránið í Gvatemala 1954|í Gvatemala árið 1954]]. Í [[Súesdeilan|Súesdeilunni]] árið 1956 fordæmdi Eisenhower innrás Breta, Frakka og Ísraela í Egyptaland og neyddi þá til að draga sig burt með því að hóta að beita þá efnahagsþvingunum. Hann fordæmdi einnig innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland eftir [[Uppreisnin í Ungverjalandi|ungversku uppreisnina]] árið 1956 en greip ekki til beinna aðgerða til að stöðva hana.
Stjórn Eisenhowers var Frökkum innan handar í baráttu þeirra við víetnamska kommúnista í [[fyrri Indókínastyrjöldin]]ni. Eftir að Frakkarnir höfðu sig á brott gaf stjórn Eisenhowers nýja ríkinu [[Suður-Víetnam]] ríkulega fjárhagsaðstoð. Eisenhower og stjórn hans áttu hönd í bagga í nokkrum [[valdarán]]um sem gerð voru gegn lýðræðislega kjörnum stjórnum í þriðjaheimsríkjum á forsetatíð hans. Á forsetatíð Eisenhowers studdi [[bandaríska leyniþjónustan]] [[Valdaránið í Íran 1953|valdarán í Íran árið 1953]] og [[Valdaránið í Gvatemala 1954|í Gvatemala árið 1954]]. Í [[Súesdeilan|Súesdeilunni]] árið 1956 fordæmdi Eisenhower innrás Breta, Frakka og Ísraela í Egyptaland og neyddi þá til að draga sig burt með því að hóta að beita þá efnahagsþvingunum. Hann fordæmdi einnig innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland eftir [[Uppreisnin í Ungverjalandi|ungversku uppreisnina]] árið 1956 en greip ekki til beinna aðgerða til að stöðva hana.


Eisenhower ferðaðist mikið á forsetatíð sinni. Hann var meðal annars fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsótti Ísland, en það gerði hann á leið á leiðtogaráðstefnu í Genf þann 16. júlí árið 1955 og hitti m. a. [[Ásgeir Ásgeirsson]] forseta og [[Ólafur Thors|Ólaf Thors]] forsætisráðherra. Eisenhower hafði áður komið til landsins sem hershöfðingi á stríðsárunum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Bandaríkjaforsetar|höfundur=Jón Þ. Þór|útgefandi=Urður bókafélag|ár=2016|bls=327}}</ref>
Eisenhower ferðaðist mikið á forsetatíð sinni. Hann var meðal annars fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsótti Ísland, en það gerði hann á leið á [[Leiðtogafundurinn í Genf (1955)|leiðtogaráðstefnu í Genf]] þann 16. júlí árið 1955 og hitti m. a. [[Ásgeir Ásgeirsson]] forseta og [[Ólafur Thors|Ólaf Thors]] forsætisráðherra. Eisenhower hafði áður komið til landsins sem hershöfðingi á stríðsárunum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Bandaríkjaforsetar|höfundur=Jón Þ. Þór|útgefandi=Urður bókafélag|ár=2016|bls=327}}</ref>


Eftir að Sovétríkin skutu [[Spútnik 1]] á sporbaug árið 1957 skipaði Eisenhower stofnun [[Geimferðastofnun Bandaríkjanna|Geimferðastofnunar Bandaríkjanna]], sem leiddi til þess að [[Geimkapphlaupið|geimkapphlaup]] hófst milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Stjórn Eisenhowers skipulagði og samþykkti [[Innrásin í Svínaflóa|innrásina í Svínaflóa]], sem var framkvæmd á stjórnartíð eftirmanns hans, [[John F. Kennedy|Johns F. Kennedy]].<ref>Robert E. Quirk (1993). Fidel Castro, bls. 303 New York and London: W.W. Norton & Company. ISBN: 978-0393034851.</ref>
Eftir að Sovétríkin skutu [[Spútnik 1]] á sporbaug árið 1957 skipaði Eisenhower stofnun [[Geimferðastofnun Bandaríkjanna|Geimferðastofnunar Bandaríkjanna]], sem leiddi til þess að [[Geimkapphlaupið|geimkapphlaup]] hófst milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Stjórn Eisenhowers skipulagði og samþykkti [[Innrásin í Svínaflóa|innrásina í Svínaflóa]], sem var framkvæmd á stjórnartíð eftirmanns hans, [[John F. Kennedy|Johns F. Kennedy]].<ref>Robert E. Quirk (1993). Fidel Castro, bls. 303 New York and London: W.W. Norton & Company. ISBN: 978-0393034851.</ref>


Eisenhower var hófsamur íhaldsmaður sem viðhélt stofnunum [[Ný gjöf|Nýju gjafarinnar]] og jók við útgjöld til velferðarmála. Hann beitti sér hljóðlega gegn ofríki [[Joseph McCarthy|Josephs McCarthy]] og stuðlaði að endalokum [[McCarthyismi|McCarthyismans]] með því að vísa til friðhelgi forsetans og neita McCarthy þannig um aðgang að ýmsum einkasamtölum embættismanna. Eisenhower skrifaði undir mannréttindalöggjöf árið 1957 og sendi hermenn til þess að láta framfylgja skipunum alríkisdómstóls um að aðskilnaði kynþátta í skólum í Little Rock í [[Arkansas]] yrði hætt. Á stjórnartíð Eisenhowers ríkti mikil efnahagsfarsæld í Bandaríkjunum að undanskyldri stuttri kreppu árið 1958.
Eisenhower var hófsamur íhaldsmaður sem viðhélt stofnunum [[Ný gjöf|Nýju gjafarinnar]] og jók við útgjöld til velferðarmála. Hann beitti sér hljóðlega gegn ofríki [[Joseph McCarthy|Josephs McCarthy]] og stuðlaði að endalokum [[McCarthyismi|McCarthyismans]] með því að vísa til friðhelgi forsetans og neita McCarthy þannig um aðgang að ýmsum einkasamtölum embættismanna. Eisenhower skrifaði undir mannréttindalöggjöf árið 1957 og sendi hermenn til þess að láta framfylgja skipunum alríkisdómstóls um að aðskilnaði kynþátta í skólum í [[Little Rock]] í [[Arkansas]] yrði hætt. Á stjórnartíð Eisenhowers ríkti mikil efnahagsfarsæld í Bandaríkjunum að undanskyldri stuttri kreppu árið 1958.


Í kveðjuávarpi sínu til Bandaríkjamanna árið 1963 lýsti Eisenhower yfir áhyggjum af óhóflegum fjárframlögum Bandaríkjamanna til hernaðarmála og yfir því að stjórnvöld gerðu samninga við vopnaframleiðendur. Hann varaði við áhrifum [[Hergagnaiðnaðurinn|hergagnaiðnaðarins]] (e. ''the military–industrial complex'') á ákvarðanir stjórnvalda og brýndi fyrir landsmönnum að nauðsynlegt væri að fylgjast grannt með samsteypu hergagnaiðnaðar og vexti hennar.
Í kveðjuávarpi sínu til Bandaríkjamanna árið 1963 lýsti Eisenhower yfir áhyggjum af óhóflegum fjárframlögum Bandaríkjamanna til hernaðarmála og yfir því að stjórnvöld gerðu samninga við vopnaframleiðendur. Hann varaði við áhrifum [[Hergagnaiðnaðurinn|hergagnaiðnaðarins]] (e. ''the military–industrial complex'') á ákvarðanir stjórnvalda og brýndi fyrir landsmönnum að nauðsynlegt væri að fylgjast grannt með samsteypu hergagnaiðnaðar og vexti hennar.
Lína 57: Lína 71:


== Tenglar ==
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3289388 ''Eisenhower''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1965]
* {{Tímarit.is|3289388|Eisenhower|blað=[[Lesbók Morgunblaðsins]]|útgáfudagsetning=11. júlí 1965|blaðsíða=2; 15}}


==Tilvísanir==
==Tilvísanir==
Lína 78: Lína 92:
[[Flokkur:Bandarískir herforingjar]]
[[Flokkur:Bandarískir herforingjar]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna 1952]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna 1956]]

Nýjasta útgáfa síðan 17. apríl 2024 kl. 02:05

Dwight D. Eisenhower
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1953 – 20. janúar 1961
VaraforsetiRichard Nixon
ForveriHarry S. Truman
EftirmaðurJohn F. Kennedy
Yfirmaður Evrópuherstjórnar Atlantshafsbandalagsins
Í embætti
2. apríl 1951 – 30. maí 1952
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurMatthew Ridgway
Yfirmaður herforingjaráðs bandaríska landhersins
Í embætti
19. nóvember 1945 – 6. febrúar 1948
ForsetiHarry S. Truman
ForveriGeorge C. Marshall
EftirmaðurOmar Bradley
Persónulegar upplýsingar
Fæddur14. október 1890
Denison, Texas, Bandaríkjunum
Látinn28. mars 1969 (78 ára) Washington, D.C., Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiMamie Doud (g. 1916)
BörnDoud, John
HáskóliWest Point
StarfHermaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

Dwight David „Ike“ Eisenhower (14. október 189028. mars 1969) var 34. forseti Bandaríkjanna frá 20. janúar 1953 til 20. janúar 1961 fyrir Repúblikana. Í síðari heimsstyrjöldinni var hann yfirmaður alls herafla bandamanna í Evrópu og stjórnaði meðal annars innrásum í Frakkland og Þýskaland 1944 til 1945. Árið 1949 varð hann fyrsti yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO. Í forsetatíð hans lauk Kóreustríðinu 1953, auknu fé var veitt til þróunar kjarnavopna og kapphlaupið um geiminn hófst.

Eisenhower fæddist undir nafninu David Dwight Eisenhower í bænum Denison í Texas en ólst upp í Kansas. Hann rakti ættir sínar til hollenskra landnema frá Pennsylvaníu. Fjölskylda hans var mjög trúrækin: móðir hans var upphaflega lútersk en gekk síðar til liðs við votta Jehóva. Eisenhower sjálfur var ekki skráður í neitt trúfélag fyrr en árið 1952, meðal annars vegna stöðugra flutninga á hernaðarferli sínum.[1] Eisenhower útskrifaðist úr bandaríska hernaðarháskólanum West Point árið 1915 og kvæntist Mamie Doud. Hjónin eignuðust tvo syni.

Í fyrri heimsstyrjöldinni sótti Eisenhower um stöðu í vesturvígstöðvunum í Evrópu en umsókn hans var hafnað og hann var þess í stað settur yfir herdeild sem sá um þjálfun skriðdrekaliða. Eftir stríðið gegndi hann herþjónustu undir ýmsum hershöfðingjum og var gerður að fylkishershöfðingja árið 1941. Eftir að Bandaríkin gengu inn í seinni heimsstyrjöldina skipaði Franklin D. Roosevelt árið 1943 Eisenhower yfirhershöfðingja bandamanna (enska: Supreme Allied Commander) í Evrópu. Eisenhower var falið að skipuleggja innrásir bandamanna í Norður-Afríku og Sikiley. Hann hafði síðan umsjón yfir innrásunum í Frakkland og Þýskaland. Eftir innrásina tók Eisenhower við uppgjöf Þjóðverja í Reims þann 7. maí árið 1945.[2]

Eftir stríðið var Eisenhower skipaður yfirmaður herforingjaráðs bandaríska landhersins. Hann gegndi því embætti til ársins 1948, en þá sagði hann sig úr hernum og gaf út endurminningar sínar af stríðinu í Evrópu undir titlinum Crusades in Europe. Í bandarísku forsetakosningunum árið 1948 sóttust báðir stóru stjórnmálaflokkarnir eftir Eisenhower sem forsetaefni og Harry S. Truman, sitjandi forseti Bandaríkjanna úr Demókrataflokknum, gekk svo langt að bjóðast til þess að vera varaforseti Eisenhowers ef Eisenhower vildi bjóða sig fram í hans stað fyrir Demókrata.[2] Eisenhower afþakkaði boðin og gerðist þess í stað forseti Columbia-háskóla. Frá 1951 til 1952 var hann fyrsti yfirmaður Evrópuherstjórnar Atlantshafsbandalagsins.

Forsetatíð (1952–1961)

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1952 gaf Eisenhower kost á sér í forsetakosningum Bandaríkjanna fyrir Repúblikanaflokkinn. Hann bauð sig einkum fram til þess að koma í veg fyrir að öldungadeildarþingmaðurinn Robert A. Taft væri útnefndur frambjóðandi flokksins. Taft var einangrunarsinni sem var á móti Atlantshafsbandalaginu og vildi ekki að Bandaríkin hefðu afskipti af alþjóðamálum. Eisenhower vann útnefningu flokksins og vann síðan stórsigur í forsetakosningunum á móti demókratanum Adlai Stevenson. Sigur Eisenhowers var fyrsti sigur Repúblikana í forsetakosningum frá því að Herbert Hoover vann árið 1928. Eisenhower vann endurkjör árið 1956, aftur á móti Stevenson.

Helstu markmið Eisenhowers sem forseta voru að hafa hemil á útþenslu Sovétríkjanna og draga úr tekjuhalla í útgjöldum alríkisstjórnarinnar. Árið 1953 hótaði Eisenhower því að beita kjarnavopnum til þess að fá kommúnistastjórn Kínverja til þess að fallast á friðarskilmála í Kóreustríðinu. Kínverjar féllust á að skrifa undir vopnahlé og er vopnahléð enn í gildi í dag. Eisenhower beitti sér þó almennt fyrir aðhaldi í kjarnorkunotkun og lagði áherslu á ódýr kjarnavopn og lægri útgjöld til dýrustu herdeilda Bandaríkjahers. Líkt og forveri sinn, Harry S. Truman, viðurkenndi Eisenhower stjórn Lýðveldisins Kína á Taívan sem hina einu réttmætu stjórn Kína. Hann fékk árið 1955 samþykki Bandaríkjaþings fyrir yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn hétu því að koma Taívan til varnar ef kommúnistastjórnin á meginlandinu gerði innrás.

Eisenhower ásamt stuðningsmönnum sínum í kosningabaráttunni árið 1952.

Stjórn Eisenhowers var Frökkum innan handar í baráttu þeirra við víetnamska kommúnista í fyrri Indókínastyrjöldinni. Eftir að Frakkarnir höfðu sig á brott gaf stjórn Eisenhowers nýja ríkinu Suður-Víetnam ríkulega fjárhagsaðstoð. Eisenhower og stjórn hans áttu hönd í bagga í nokkrum valdaránum sem gerð voru gegn lýðræðislega kjörnum stjórnum í þriðjaheimsríkjum á forsetatíð hans. Á forsetatíð Eisenhowers studdi bandaríska leyniþjónustan valdarán í Íran árið 1953 og í Gvatemala árið 1954. Í Súesdeilunni árið 1956 fordæmdi Eisenhower innrás Breta, Frakka og Ísraela í Egyptaland og neyddi þá til að draga sig burt með því að hóta að beita þá efnahagsþvingunum. Hann fordæmdi einnig innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland eftir ungversku uppreisnina árið 1956 en greip ekki til beinna aðgerða til að stöðva hana.

Eisenhower ferðaðist mikið á forsetatíð sinni. Hann var meðal annars fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsótti Ísland, en það gerði hann á leið á leiðtogaráðstefnu í Genf þann 16. júlí árið 1955 og hitti m. a. Ásgeir Ásgeirsson forseta og Ólaf Thors forsætisráðherra. Eisenhower hafði áður komið til landsins sem hershöfðingi á stríðsárunum.[3]

Eftir að Sovétríkin skutu Spútnik 1 á sporbaug árið 1957 skipaði Eisenhower stofnun Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, sem leiddi til þess að geimkapphlaup hófst milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Stjórn Eisenhowers skipulagði og samþykkti innrásina í Svínaflóa, sem var framkvæmd á stjórnartíð eftirmanns hans, Johns F. Kennedy.[4]

Eisenhower var hófsamur íhaldsmaður sem viðhélt stofnunum Nýju gjafarinnar og jók við útgjöld til velferðarmála. Hann beitti sér hljóðlega gegn ofríki Josephs McCarthy og stuðlaði að endalokum McCarthyismans með því að vísa til friðhelgi forsetans og neita McCarthy þannig um aðgang að ýmsum einkasamtölum embættismanna. Eisenhower skrifaði undir mannréttindalöggjöf árið 1957 og sendi hermenn til þess að láta framfylgja skipunum alríkisdómstóls um að aðskilnaði kynþátta í skólum í Little Rock í Arkansas yrði hætt. Á stjórnartíð Eisenhowers ríkti mikil efnahagsfarsæld í Bandaríkjunum að undanskyldri stuttri kreppu árið 1958.

Í kveðjuávarpi sínu til Bandaríkjamanna árið 1963 lýsti Eisenhower yfir áhyggjum af óhóflegum fjárframlögum Bandaríkjamanna til hernaðarmála og yfir því að stjórnvöld gerðu samninga við vopnaframleiðendur. Hann varaði við áhrifum hergagnaiðnaðarins (e. the military–industrial complex) á ákvarðanir stjórnvalda og brýndi fyrir landsmönnum að nauðsynlegt væri að fylgjast grannt með samsteypu hergagnaiðnaðar og vexti hennar.

Í könnunum Gallup mældist Eisenhower þrettán sinnum dáðasti maður Bandaríkjanna.[5]

  • „Eisenhower“. Lesbók Morgunblaðsins. 11. júlí 1965. bls. 2; 15.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Study guide on Eisenhower and religion“ (PDF) (enska). Eisenhower Presidential Library. Sótt 17. janúar 2019.
  2. 2,0 2,1 Jón Þ. Þór (2016). Bandaríkjaforsetar. Urður bókafélag. bls. 324.
  3. Jón Þ. Þór (2016). Bandaríkjaforsetar. Urður bókafélag. bls. 327.
  4. Robert E. Quirk (1993). Fidel Castro, bls. 303 New York and London: W.W. Norton & Company. ISBN: 978-0393034851.
  5. „Most Admired Man and Woman“. Gallup, Inc. Sótt 17. janúar 2019.


Fyrirrennari:
Harry S. Truman
Forseti Bandaríkjanna
(1953 – 1961)
Eftirmaður:
John F. Kennedy