Fara í innihald

Spjall:Harry Potter og viskusteinninn

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætti greinin ekki að vera á Harry Potter og viskusteinninn (með litlum staf, þ.e.)?--Heiða María 13. janúar 2006 kl. 18:23 (UTC)[svara]

Það fer eftir ýmsu. Fer svolítið eftir því hvort að viskusteinninn [sic] sé tiltekið fyrirbæri eða almennt hugtak. Áður fyrr voru alkemistar að leita að viskusteininum, þ.e., með litlum staf, sem almennu hugtaki, þó svo að þeir töldu næsta víst að það væri hægt að gera hann að sértækum hlut með því að blanda saman "the philosophick mercury" (hið heimspekilega kvikasilfur) og "the philosophick phosphorus" (hið heimspekilega fósfór) - nú var þetta á þeim tíma sem nýbúið var að einangra fósfór, og flestir höfðu mikið um hvort efni fyrir sig að segja. Í Harry Potter er fjallað hinsvegar um Viskusteininn sem mjög sértækan hlut sem Nicholas Flamel bjó til, og því ætti hann að vera ritaður með stórum staf að mínu mati. "Philosophers stone" er ritað með stórum staf í ensku útgáfunni, en við skulum hafa í huga að það er í samræmi við enskar réttritunarreglur. Ég reyndi að skoða sömu bók á heimasíðu máls og menningar, en hún var biluð. --Smári McCarthy 13. janúar 2006 kl. 18:30 (UTC)[svara]
Þetta er með litlum staf í gegni, og breytir því ekki hvort um einstakan hlut er að ræða eða ekki held ég - þ.e. verður ekki sérnafn við það eitt að vera einstakt. --Akigka 13. janúar 2006 kl. 20:37 (UTC)[svara]