KR-útvarpið
KR-Útvarpið |
---|
Fyrsta útsending |
15. maí 1999 |
Þjónustusvæði |
Útsendir í Hafnarfirði sem nær allt til Reykjaness og Borgarness auk netútsendingar |
Tíðni |
98,3 (MHz) |
Útvarpsstjóri |
Höskuldur Þór Höskuldsson |
Formaður útvarpsráðs |
Þröstur Emilsson |
Heimasíða |
http://www.netheimur.is/?page_id=58 Geymt 24 september 2008 í Wayback Machine |
KR-útvarpið er útvarp Knattspyrnufélags Reykjavíkur og hefur það verið starfrækt frá árinu 1999. KR-útvarpið hefur frá árinu 1999 sent beint frá öllum deildar-, bikar- og evrópuleikjum meistaraflokks karla í knattspyrnu, auk þess sem stundum hafa verið sendir út annálar og frá dráttum í evrópukeppnum. Á KR-útvarpinu hafa margir þekktir fjölmiðlamenn starfað og starfa margir enn.[1] Útvarpið er á sínu 15. starfsári í ár.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Það voru þeir Höskuldur Þór Höskuldsson, Sigurjón M. Egilsson og Daníel M. Guðlaugsson þáverandi formaður KR-klúbbsins sem ræddu fyrstir um það hvernig hægt væri að gera starfsemi KR-klúbbsins enn öflugari og kviknaði þar hugmyndin um útvarps útsendingar. Sigurjón leiddi útvarpsmálið fyrst um sinn og náði samningum við Halldór Árna í Almiðlun um að senda út KR-útvarpið. Útvarpsleyfi fékkst síðan nokkrum dögum fyrir mót. Strax var hafist handa við að finna fleiri fjölmiðlamenn innan KR sem gætu komið og lýst leikjum fyrir útvarpið og voru þeir Bogi Ágústsson, Haukur Hólm og Þröstur Emilsson fengnir, auk þess sem að Kristinn Kjærnested og Pétur Pétursson lýstu nokkrum leikjum. Fyrsta útsending KR-útvarpsins, sem þá var á tíðninni 104,5 (MHz), var laugardaginn 15. maí 1999, sent var út frá Rauða Ljóninu á Eiðstorgi. Það var tilrauna útsending og heppnaðist hún mjög vel.[2]
Þriðjudaginn þann 18. maí var síðan fyrsti leikur KR á Íslandsmótinu 1999, leikurinn var gegn ÍA og endaði 1-0 fyrir KR. Höskuldur Þór Höskuldsson var snemma í júní skipaður útvarpsstjóri, en mikil ánægja var með starfsemi útvarpsins. Seinnihluta sumars náðust síðan samningar við Margmiðlun um að senda KR-útvarpið út á netinu. KR-ingar út um allan heim gátu nú hlustað á útsendingar frá leikjum KR. Netheimur sér núna um útsendingu KR-útvarpsins á netinu.
Ásamt því að hafa ferðast til Akureyrar, Vestmannaeyja og Ólafsfjarðar hefur KR-útvarpið einnig fylgt meistaraflokki KR til Albaníu, Armeníu, Svíþjóðar, Danmerkur, Írlands, Grikklands, Slóvakíu, Færeyja, Úkraínu, Norður-Írlands, Sviss og Möltu til að lýsa leikjum KR í Meistaradeild Evrópu eða UEFA Bikarnum.[3] KR-útvarpið hefur núna verið sent út 396[4] sinnum frá árinu 1999. Sendir KR-útvarpsins er staðsettur í Hafnarfirði og nást útsendingar þess á stórhöfuðborgarsvæðinu og Akranesi.
Starfsmenn
[breyta | breyta frumkóða]Núverandi starfsmenn
[breyta | breyta frumkóða]Núverandi starfsmenn á KR-útvarpinu eru:
- Ágúst Bogason
- Bjarni Felixson
- Bogi Ágústsson
- Guðmundur Kristjánsson - Denni
- Hallgrímur Indriðason
- Haukur Harðarson
- Haukur Holm
- Höskuldur Kári Schram
- Höskuldur Þór Höskuldsson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Þórunn Elísabet Bogadóttir
- Þröstur Emilsson
Fyrrum starfsmenn
[breyta | breyta frumkóða]Á meðal fyrrum starfsfólks KR-útvarpsins eru:
- Egill Helgason
- Freyr Eyjólfsson
- Gísli Marteinn Baldursson
- Guðmundur Benediktsson
- Heimir Guðjónsson
- Henry Birgir Gunnarsson
- Hilmar Guðjónsson
- Jóhann Hlíðar Harðarson
- Kristín Þorsteinsdóttir
- Kristinn Kjærnested
- Pétur Pétursson
- Sigurður Pétur Harðarson
- Willum Þór Þórsson
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Síða KR-útvarpsins Geymt 24 september 2008 í Wayback Machine
- Hlustaðu á útvarpið í beinni Geymt 17 janúar 2024 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070830134011/www.kr.is/knattspyrna/upload/files/knattspyrnudeild/kr-kef.pdf
- ↑ http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070830133744/www.kr.is/knattspyrna/upload/files/knattspyrnudeild/kr-vik-ka.pdf
- ↑ http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070830133744/www.kr.is/knattspyrna/upload/files/knattspyrnudeild/kr-vik-ka.pdf
- ↑ Síðast uppfært 23. september 2013
|