Fara í innihald

Star Wars Jedi Knight II: Jedi Outcast

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jk2)

Star Wars Jedi Knight II: Jedi Outcast er amerískur hasar-tölvuleikur í fyrstu og þriðju persónu (með valkosti þar á milli), framleidddur af LucasArts og Activision og forritaður af Raven Software, sem kom út árið 2002. Hann er hluti af Star Wars: Jedi Knight seríunni. Í leiknum bregður leikmaður sér í hlutverk Kyle Katarn, sem er í verkefni með kærustu sinni Jan Ors. Verkefnið gengur út á það að hindra áætlun hins illa Desann og hans manna, sem er að byggja upp illan her með því að gefa fólki máttinn. Hægt er að spila leikinn einsamall sem og á Internetinu í fjölspili. Sú spilun felur í sér tvo valmöguleika á tengingu tölvna: Staðarnets- og Internetstengingu. Er leikurinn var gagnrýndur fékk hann 75 til 89 prósentur.

Spilun leiksins

[breyta | breyta frumkóða]

Spil fyrir einn (en. Single Player)

[breyta | breyta frumkóða]

Kyle Katarn byrjar með einungis geislabyssu og stuðbyssu, að berjast aðalega við „Klóna-hermenn“ (ens. "Clone Troopers"). Svo er söguþráðurinn fer lengra, fær leikmaður öll vopnin. Hann fær ákveðið magn af lífi og brynju (shield), sem fer eftir val erfiðleikans. Erfiðleikarnir eru:

  • Padawan (létt);
  • Jedi (venjulegur erfiðleiki);
  • Jedi Knight (erfitt) ;
  • Jedi Master (afar erfitt).

Sjálfgefið er að spila í fyrstu persónu er valdar eru byssur, og þriðju persónu með geislasverði, en er það allt breytilegt. Kyle fær geislasverð í leiknum frá Loga Gemgengli , en þá fær hann líka ákveðið magn af máttinum, sem bætist á þar til enda leiks. Mátturinn felur í sér m.a. að ýta og toga, eldingar frá höndunum og kast geislasverðs.

Fjölspil (en. Multiplayer)

[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að spila á netinu, en spilahættir þar eru öðruvísi en einsömul spilun, þeir eru:

  • Allir á móti öllum (en. Free for All): Markmiðið er að útrýma sem flestum leikmönnum, og allir eru á móti öllum;
  • Fánaleit (en. Capture the Flag): Tvö lið keppa á móti hvoru öðru. Bæði liðin hafa fána, annað liðið hefur rauðan og hitt bláan. Liðin reyna að ná sem flestum stigum með því að ná fána hins liðsins og koma með hann aftur að fána síns liðs. Einnig fá liðin stig með því að drepa liðsmenn hins liðsins.

Persónur og umhverfi

[breyta | breyta frumkóða]

Málaliðinn Kyle Katarm, fyrverandi Jedi sem freistað var næstum í hina illu hlið Jedanna, er aðalpersóna leiksins. Hann er í verkefni með Jan Ors, kærustu sinni. Hún er einnig málaliði. Mon Mothma, þjóðhöfðingi The New Republic, gefur Kyle og Jan ýmsar skipanir. Kyle hittir ýmsar persónur í gegnum leikinn, meðal annars Lando Calrissian, hæstráðanda í Skýjaborg (Cloud City), og Luke Skywalker.

Aðalóvinir Kyle í leiknum eru Desann, Tavion, Reelo Baruk og Galak Fyyar.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Málaliðarnir Kyle og Jan eru í byrjun leiksins á leið til Valley of the Jedi, undir stjórn Mon Mothma, en hennar menn fundu út að óvinir þeirra, sem lifðu Endor-stríðið af, dveldu þar. Allt í einu komast til þeirra skilaboð frá Mon Mothma, þar sem hún segir að fleiri óvinir hefðu orðið eftir heldur en þau áttu von á. Rétt áður en þau koma út finna þau kristalla sem líkjast nokkuð kristöllum geislasverða. Þau komast svo að því hjá Mon Mothma að þessir kristallar tengjast hinu illa verkefni Desann, að byggja upp her af Clone troopers með máttinn. Þess vegna fara Kyle og Jan í Artus Prime námuna því þau grunar að kristallarnir séu úr cortosis, ímynduðu efni úr Star Wars Expanded Universe (stækkaða Stjörnustríðsheiminum), sem er í þeirri námu. Í námunni finna þau hinn illa Desann, sem drepur Jan og særir Kyle. Desann flýgur svo í burtu meðan Kyle liggur eftir í sárum sínum. Kyle, öskureiður, ákveður að finna Jan, en til þess þarf hann máttinn. Þess vegna ákveður hann að fara til Loga Geimgengils til þess að öðlast máttinn og geislasverðið. Logi Geimgengill er í Jedi Academy, og er Kyle kemur þar vill Logi meina að þetta verkefni sé þó nokkuð erfitt fyrir Kyle, þar sem Kyle hefur ekki verið Jedi í langan tíma. Logi vill þess vegna að Kyle endurtaki kennslustundir í Jedi-hugleiðslu. Þrátt fyrir það heimtar Kyle að fá máttinn (sem bætir við nýum möguleikum fyrir spilandann) og og upplýsingar um Desann. Logi tengir Desann við Reelo Baruk, glæpayfirmann frá Rodia, sem virðist vinna við sorpið í Na Shaddaa. Reelo er ekki mikið gagn varðandi upplýsingar, en í Na Shaddaa finnur Kyle Lando Calrissian, stjóri Skýjaborg (en. Cloud City), nú Na Shaddaa. Kyle og Lando gefa hvor öðrum upplýsingar, og Kyle finnur út að Desann er með stóra framleiðslu cortosis kristöllum í Skýjaborg. Þarmeð áætlar Kyle að fara í Skýjaborg. Lando skutlar Kyle að neðstu hæð Skýjaborg í geimskipi sínu. Í Skýjaborg berst Kyle við Reborn (á íslensku bókstaflega „endurfæddir“), sem eru illir Jedar. Þegar hann kemst að efstu hæðinni finnur hann svo Tavion, aðstoðarkonu Desann, þar sem hann vinnur í baráttu milli þeirra, grátbiður hún um lífið. Í staðinn fær Kyle bæði þær upplýsingar að Jan er í raun ekki dauð, bara held föst í Doomsgiver(geimskipi Desann), sem og fær hann að nota geimskip hennar til að fljúga að Doomsgiver. Kyle lendir svo á Cairn Installation, herstöð í Lenico Beltis smástirni. Þar þarf hann að fela sig frá Clone troopers og á meðan fara fram hjá þeim. Svo finnur hann Loga Geimgengil, og frá honum fær að vita að Desann notaði orku úr Valley of the Jedi til að búa til stórann her Reborn (endurfæddra). Svo berjast Logi og Kyle við fleiri Reborn, en fara svo hvor sína leið. Kyle hittir þá á nýja óvini, „Shadowtroopers“ (Skugga-hermenn), er klæðast háþróuðum búnaði sem hefur viðnám gegn geisla-sverðs og hefur ósýnileika, takmarkaðan þó. Er Kyle kemur að Doomsgiver finnur hann Jan. Desann hafði ekki drepið hana af því að hann vantaði upplýsingar frá henni sem áttu að nýtast honum. Þau eru mjög hamingjusöm þar til að Kyle finnur út að Desann ætlar að ráðast á Jedi Academy, staðsett á plánetunni Yavin IV. Kyle og Jan finna leiðina að geislaskjaldarbúnaðinum, sem Kyle eyðileggur. Kyle lendir svo í átökum gegn Galak Fyyar, sem er vísindamaður fyrir Lord Hethrir í Empire Reborn (á íslensku „Heimsveldið endurfætt“, lítill hluti Imperial Remnants — þær manneskjur sem lifðu af Endor-stríðið, sem útrýmdi Death Star). Galak Fyyar átti hugmyndina um notkun cortosis kristallanna fyrir Shadow armor (á íslensku „skuggabúnaður“), og hótar Galak að eftir stuttann tíma muni hann stjórna sólarkerfinu með cortosis-hnefa. Herra Fyyar klæðist sjálfur bæði gylltum cortosis búnaði, sem er, eins og Shadow armor, með viðnám gegn geislasverðum. Kyle er sannfærður um að geta drepið Galak Fyyar, og þeir tveir há einvígi. Þótt hörkuerfitt sé vinnur Kyle Galak Fyyar. Eftir þetta fer hann til Jan og þau flýja í litlu flótta-geimskipi (á ensku escape pod) til Yavin IV sem er pláneta með miklum gróðri. Er þau koma að Yavin IV fara þau hvor sína leiðina. Kyle berst gegn Clone Troopers og Shadowtroopers á Yavin IV, þangað til hann kemur að Jedi Academy. Þar sér Kyle að Desann hefur því miður þegar tekist að ráðast á Jedi Academy, og lítill her hans er í mikum bardaga á móti þeim Jedi í Jedi Academy. Er Kyle finnur Desann fremur Desann galdrabrögð með mættinum, svo sem að vera ósýnilegur og að þrífaldast. En á endanum finnur Kyle hann í einlokuðum sal. Desann reynir að sannfæra Kyle um að gerast meðlimur hinna illu Jedi. Kyle spyr til baka, afhverju ætti Desann ekki að vera sannur Jedi? Desann reiðist mjög, og þeir fara í einvígi sem myndi ákveða örlög sólarkerfisins. Kyle vinnur, að sjálfsögðu, og hann og Jan fagna.

Í leiknum eru sjö borð, þ.e.:

  • Verkefnið í Kejim
  • Orrustan á Artus Prime
  • Verkefnið í Nar Shaada
  • Orrustan í Bespin
  • Verkefnið í Cairn herstöðinni
  • Orrustan í Yavin 4
  • Verkefnið í Alzoc III

Öll vopnin sem hægt er að fá í leiknum eru:

  • Geislaskambyssa(Bryar Pistol);
  • Stuðbyssa (Stun Baton);
  • Geislalásbogi (Wookiee Bowcaster );
  • Geislariffill (E-11 Stormtrooper Rifle);
  • Geislariffill (Tenloss Disruptor Rifle);
  • Geisla hríðskotabyssa (Imperial Heavy Repeater);
  • Haglabyssa(Golan Arms FC-1);
  • Öflug haglabyssa(Desctructive Electro-magnetic Pulse 2 Gun);
  • Sprengja(Thermal Detonator);
  • Jarðsprengjur sem springa við skot(Detonation Packs);
  • Jarðsprengjur sem springa við snertingu(Laser Trip Mines).

Svindl voru gerð fyrir leikinn, en þau má finna hér: http://www.cheatchannel.com/files/jedik2jo.htm.

Stýrikerfi

[breyta | breyta frumkóða]

Leikurinn er til fyrir eftirfarandi stýrikerfi:

  • Windows PC
  • Apple Macintosh
  • Microsoft Xbox
  • Nintendo GameCube