Kerfi (eðlisfræði)
Útlit
(Endurbeint frá Eðlisfræðilegt kerfi)
Í eðlisfræði táknar kerfi einhvern hluta alheimsins sem tekinn er sérstaklega til skoðunar. Kerfi má velja hvernig sem er. Það sem ekki tilheyrir kerfinu er kallað umhverfi. Aðeins áhrif umhverfisins á kerfið eru skoðuð en ekki umhverfið sjálft. Þessi skipting er gerð til þess að einfalda greiningu á eðlisfræðilegum fyrirbærum.
Kerfi sem víxlverkar hverfandi lítið við umhverfi sitt kallast einangrað kerfi.