Torræða undirheimabókin
Útlit
Torræða undirheimabókin er fornegypskur graftexti í tveimur hlutum sem fannst í gröf Tútankamons í Konungadalnum: KV62. Textinn er grafinn á annað tveggja gylltra helgiskrína sem fundust í gröfinni. Ritið virðist fjalla um endurfæðingu sólarinnar en raunverulegt innihald alls textans er óþekkt þar sem notast er við dulmálsmyndir til að leyna merkingunni. Bókin inniheldur líka hluta úr öðrum grafarritum eins og Dauðrabókinni og Amdúat.