Betlehem
Útlit
Betlehem (arabíska: بيت لحم Bēt Laḥm; hebreska: בֵּית לֶחֶם Bēṯ Leḥem; gríska: Βηθλεὲμ, Beþleem) er borg í Palestínu á Vesturbakkanum rétt sunnan við Jerúsalem. Íbúar eru um 25.000. Í hebresku biblíunni er Betlehem nefnd sem heimabær Davíðs og í Nýja testamentinu er Betlehem fæðingarstaður Jesú. Efnahagslíf borgarinnar byggist aðallega á ferðaþjónustu. Þar eru bæði Fæðingarkirkjan sem kristnir pílagrímar sækja og gröf Rakelar sem gyðingar líta á sem sinn þriðja mesta helgidóm.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Betlehem.