Samvinnutryggingar
Útlit
Samvinnutryggingar.g.t. var íslenskt tryggingarfélag sem stofnað var með stofnfé frá Sambandi Íslenskra Samvinnufélaga (SÍS) árið 1946 og starfrækt til ársins 1989. Þá var það sameinað Brunabótafélagi Íslands (stofnað 1917) í Vátryggingarfélag Íslands.hf (VÍS), með um 50 þúsund félaga og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki.
Við sameiningu fyrirtækjanna varð þó eftir fyrirtækið Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar.ehf, sem haustið 2007 var lagt niður, en eignir og skuldir yfirfærðar í fjárfestingarfélagið Gift. Um Gift og slit á búi Samvinnutryggar varð mikið deilumál þar sem deilt var um hvort löglega hefði verið staðið að sameiningu tryggingarfélagana og greiðslur til eigenda við uppgjör fyrirtækjanna.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Skýrsla um starfsemi Samvinnutrygginga g.t.,eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og dótturfélaga Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine Lagastofnun Háskóla Íslands október, 2009 (skoðað 6.11.2112)
- Samvinnumenn sýsluðu með fjármuni sem þeir áttu ekki[óvirkur tengill] vb.is 4. febrúar, 2010 (skoðað 6.11.2112)
- Skuld Giftar nemur 45 milljörðum[óvirkur tengill] rúv.is 15. janúar, 2010 (skoðað 6.11.2112)
- S-HÓPURINN, HVAÐ ER NÚ ÞAÐ? Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine ögmundur.is 28. Júní, 2007 (skoðað 6.11.2112)