Fara í innihald

Sumarólympíuleikarnir 1972

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
20. sumarólympíuleikarnir
Bær: München, Vestur-Þýskalandi
Þátttökulönd: 121
Þátttakendur: 7.134
(6.075 karlar, 1.059 konur)
Keppnir: 195 í 21 greinum
Hófust: 26. ágúst 1972
Lauk: 11. september 1972
Settir af: Gustav Heinemann forseta
Íslenskur fánaberi: Geir Hallsteinsson

Sumarólympíuleikarnir 1972 voru haldnir í München í Vestur-Þýskalandi frá 26. ágúst til 10. september.

Ólympíuleikanna 1972 er einkum minnst fyrir blóðbaðið í München, þar sem átta meðlimir palestínsku skæruliðasamtakanna Svarta september tóku 11 ísraelska íþróttamenn í gíslingu. Árásin leiddi til dauða allra gíslanna og eins þýsks lögreglumanns.

Aðdragandi og skipulagning

Ákvörðunin um keppnisstað var tekin vorið 1966 á fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar. Fjórar borgir sóttust eftir gestgjafahlutverkinu. Auk München voru það Madrid, Montréal og Detroit. München fékk langflest atkvæði í fyrstu umferð valsins en þó ekki tilskilinn meirihluta. Norðu-Amerísku borgirnar tvær fengu fæst atkvæði í þeirri umferð, sex talsins og féll Detroit þá úr leik. Í næstu umferð fékk München 31 atkvæði á móti 16 atkvæðum Madrid og 13 atkvæðum Montréal.

Keppnisgreinar

Keppt var í 195 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Handknattleikskeppni ÓL 1972

Innanhússhandknattleikur var í fyrsta sinn á dagskrá Ólympíuleikanna árið 1972. Íslenska landsliðið tryggði sér keppnisrétt með góðum árangri í forkeppni á Spáni í marsmánuði.

Sextán lið tóku þátt og var Ísland í B-riðli ásamt Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Túnis. Íslendingar töpuðu fyrir Austur-Þjóðverjum í fyrstu viðureign og misstu unninn leik gegn Tékkóslóvakíu niður í jafntefli. Íslenska liðið hefði þurft að vinna 22 marka sigur á Túnis í lokaleik til að komast áfram úr riðlinum, en það tókst ekki. Eftir töp gegn Pólverjum og Japönum hafnaði íslenska liðið loks í tólfta sæti.

Lið Júgóslava hlaut gullverðlaunin eftir sigur á Tékkum í úrslitaleik og bronsverðlaunin komu í hlut Rúmena.

Þáttakendur

Þátttaka Íslendinga á leikunum

Auk handknattleikslandsliðsins, sendu Íslendingar fjóra sundmenn, fjóra frjálsíþróttamenn og tvo lyftingamenn á leikana þá Óskar Sigurpálsson og Guðmund Sigurðsson.

Í Ólympískum Lyftingum varð Óskar Sigurpálsson í 19 sæti í -110 kg. flokki og Guðmundur Sigurðsson í 13. sæti í - 90 kg. flokki.

Guðjón Guðmundsson náði bestum árangri sundmanna. Hann varð 36. í 100 metra bringusundi á nýju Norðurlandameti. Var hann valinn Íþróttamaður ársins 1972 fyrir afrek sitt. Sundkappinn Guðmundur Gíslason keppti á sínum fjórðu Ólympíuleikum.

Í frjálsíþróttakeppninni varð Bjarni Stefánsson 30. í milliriðli í 400 metra hlaupi, en hafði áður sett nýtt Íslandsmet í forriðli. Lára Sveinsdóttir keppti í hástökki og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að keppa í frjálsum íþróttum á leikunum.

Verðlaunaskipting eftir löndum

Nr. Land Gull Silfur Brons Samtals
1 Sovétríkin 50 27 22 99
2 Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 33 31 30 94
3 Austur-Þýskaland 20 23 23 66
4 Vestur-Þýskaland 13 11 16 40
5  Japan 13 8 8 29
6 Fáni Ástralíu Ástralía 8 7 2 17
7 Pólland 7 5 9 21
8 Fáni Ungverjalands Ungverjaland 6 13 16 35
9 Búlgaría 6 10 5 21
10 Fáni Ítalíu Ítalía 5 3 10 18
11  Svíþjóð 4 6 6 16
12  Bretland 4 5 9 18
13 Rúmenía 3 6 7 16
14 Kúba 3 1 4 8
 Finnland 3 1 4 8
16 Holland 3 1 1 5
17  Frakkland 2 4 7 13
18 Tékkóslóvakía 2 4 2 8
19 Kenýa 2 3 4 9
20 Júgóslavía 2 1 2 5
21  Noregur 2 1 1 4
22 Norður-Kórea 1 1 3 5
23 Nýja Sjáland 1 1 1 3
24 Úganda 1 1 0 2
25  Danmörk 1 0 0 1
26  Sviss 0 3 0 3
27  Kanada 0 2 3 5
28 Íran 0 2 1 3
29  Belgía 0 2 0 2
Grikkland 0 2 0 2
31  Austurríki 0 1 2 3
Kólumbía 0 1 2 3
33 Argentína 0 1 0 1
Suður-Kórea 0 1 0 1
Líbanon 0 1 0 1
Mexíkó 0 1 0 1
Mongólía 0 1 0 1
Pakistan 0 1 0 1
Túnis 0 1 0 1
Tyrkland 0 1 0 1
41  Brasilía 0 0 2 2
41 Eþíópía 0 0 2 2
43 Ghana 0 0 1 1
 Indland 0 0 1 1
Jamæka 0 0 1 1
Níger 0 0 1 1
Nígería 0 0 1 1
Spánn 0 0 1 1
Alls 195 195 210 600