Fara í innihald

Stjórnarskrá Ítalíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ítölsk stjórnmál


Þessi grein er hluti af greinaflokknum
ítölsk stjórnmál






breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald

Stjórnarskrá Ítalíu (ítalska: Costituzione della Repubblica Italiana) eru æðstu lög Ítalíu sem voru samþykkt af stjórnlagaþinginu 22. desember 1947. Kosið var á stjórnlagaþingið með almennum kosningum 2. júní 1946 um leið og haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám konungdæmis. Stjórnarskráin tók formlega gildi 1. janúar 1948, einni öld eftir að Stofnlög Alberts (Statuto Albertino) gengu í gildi, en þau voru sú stjórnarskrá sem ítalska konungdæmið byggðist á.

Stjórnarskráin var samin af stjórnlagaþinginu sem á sátu aðallega kristilegir demókratar, jafnaðarmenn (m.a. róttæk öfl sem tekið höfðu þátt í ítölsku andspyrnuhreyfingunni) og frjálslyndir og ber stjórnarskráin þess merki að vera málamiðlun milli þeirra sem vildu alger skil frá stofnunum fasismans og konungdæmisins og þeirra sem vildu fara varlega í sakirnar. Einkenni á stjórnarskránni er andstaða við gerræði og upphafning á hugmyndinni um réttarríki sem ætlunin er að skapa með stjórnarskránni.

Stjórnarskrá Ítalíu er nánast óbreytanleg en til þess að breyta henni þarf mikinn meirihluta á þingi og auk þess í mörgum tilfellum, þjóðaratkvæðagreiðslu. Henni hefur þó verið breytt nokkrum sinnum.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.