Fara í innihald

Stefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Stefni (einnig kallað framstefni og stundum nef) er heiti á fremsta hluta skipsskrokks. Einnig er til afturstefni, en það er skuturinn aftanverður (og þá oft í laginu eins og stefni). Stór (flutninga)skip hafa gjarnan perulaga stefni, s.k. perustefni, sem minnkar eldsneytiseyðslu.

Orð tengd stefni

  • gægja er lot á báti.
  • hnísa er á mótum stefnis og kjalar.
  • kylfa var í íslensku fornmáli haft um efsta hluta skipsstefnis.
  • lot (einkum haft í fleirtölu) er bugurinn neðst á stefni og skut báta framan og aftan kjalar. Annars útskýrt aðeins sem halli á stefni.
  • sax er efsti hluti skipsstefnis. Í fleirtölu (söx) er afturámóti átt við fremsta rúm í skipi.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.