Fara í innihald

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir (f. 30. júlí 1990) er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Ragnhildur er fædd í Reykjavík og foreldrar hennar eru Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir skáld og kennari og Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi alþingismaður og rektor Háskólans á Bifröst. Ragnhildur Alda er í hjónabandi með Einari Friðrikssyni lækni og á einn son.

Hún er með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í þjónustustjórnun frá sama skóla. Hún hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður rannsakenda við Háskóla Íslands, flugfreyja hjá Icelandair, innheimtufulltrúi hjá Tollstjóranum í Reykjavík og förðunarfræðingur í Body Shop.

Kjörtímabilið 2018-2022 var hún fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Í prófkjöri flokksins í mars árið 2022 gaf hún kost á sér í oddvitasætið á lista flokksins og hafnaði í öðru sæti og er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.[1]

Tilvísanir

  1. Vb.is, „Ragnhildur Alda býður sig fram gegn Hildi“ (skoðað 6. júlí 2021)