Fara í innihald

Rýtingurinn í bakið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Þýsk skopmynd frá 1924 sýnir sósíaldemókratann Philipp Scheidemann reka rýting í bakið á þýskum hermönnum í skotgröfum

Rýtingurinn í bakið (þýska: Dolchstoßlegende) var skýringarsögn um ástæður ósigurs Þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöld sem þýskir hægrimenn héldu mjög á lofti eftir 1918. Samkvæmt þessari sögu voru ástæður ósigursins ekki hernaðarlegir yfirburðir Bandamanna heldur svik á heimavígstöðvunum; einkum þeirra lýðveldissinna sem kröfðust afsagnar keisarans, þeirra sem undirrituðu Versalasamningana („Nóvemberglæpinn“) og stofnenda Weimar-lýðveldisins. Samkvæmt sögunni voru þessir aðilar marxistar, sósíaldemókratar og gyðingar.

Eftir stríð var það fyrst þjóðernissinnaði herforinginn Erich Ludendorff sem setti fram þessa skýringu á ósigri þýska hersins. Nasistar héldu sögunni um rýtinginn í bakið mjög á lofti. Þegar þeir komust til valda árið 1933 varð þetta opinber skýring á ósigrinum 1918.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.