Fara í innihald

Konungur Ástralíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Konungur Ástralíu er Karl III. Þó svo að hann sé einnig konungur Bretlands og fleiri ríkja er embætti konungs Ástralíu alveg sjálfstætt embætti og hefur verið síðan 1986, þegar Ástralía sleit öll sín formlegu stjórnartengsl við Bretland árið 1986. Titillinn (sem var þá drottning Ástralíu á valdatíð Elísabetar 2.) hefur verið í notkun síðan 1973 þegar lögum frá árinu 1953 um titilinn var breytt. Fyrir breytinguna var titillinn:

Elísabet önnur, fyrir náð guðs af Bretlandi, Ástralíu og öðrum svæðum hennar Drottning, höfuð samveldisins, verndari trúarinnar.
eða á ensku: Elizabeth the Second, by the Grace of God of the United Kingdom, Australia and Her other Realms and Territories Queen, Head of the Commonwealth, Defender of the Faith.

Eftir breytinguna 1973 varð titillinn:

Elísabet önnur, fyrir náð guðs drottning Ástralíu og öðrum svæðum hennar, höfuð samveldisins
eða á ensku: Elizabeth the Second, by the Grace of God Queen of Australia and Her other Realms and Territories, Head of the Commonwealth.

Samveldið sem átt er við er ekki Samveldið Ástralía (eins og landið heitir formlega) heldur Breska samveldið. Ein helsta breytingin, fyrir utan að taka Bretland út úr titlinum, er sú að hún er ekki lengur nefnd „verndari trúarinnar“ í Ástralíu, en það er hún í Bretlandi. Þetta er vegna þess að í Ástralíu er engin ríkiskirkja, ólíkt Bretlandi þar sem enska biskupakirkjan er ríkiskirkja. Í því samhengi er merkilegt að samkvæmt áströlskum lögum (líkt og þeim bresku) verður þjóðhöfðinginn að vera afkomandi Soffíu af Hannover, mótmælandi og ekki hafa gifst kaþólikka. Þetta segja sumir að stangist á við önnur lög í landinu þar sem kveðið er á um að algjört trúfrelsi ríki.