Einhyrningur
Útlit
Einhyrningur er goðsögulegt dýr sem býr nær undantekningarlaust yfir jákvæðum eigindum. Einhyrningurinn hefur líkingu af hvítum hesti og er með stakt horn sem stendur fram úr miðju enni hans. Hornið er langt og mjótt og gormsnúið og er ekki ólíkt horni náhvalsins, alltént ef litið er til þess hvernig listamenn hafa framfært hann í áranna rás. Einhyrningurinn er þó ekki alveg eins og venjulegur hestur, að frátöldu horninu, því hann er með klofna hófa, ljónshala og undir höku hans er sömuleiðis oft að finna krullað geitarskegg. Þetta er þó ekki algilt, enda sýn manna mismunandi eftir því á hvaða tíma er litið, hver sögumaðurinn er eða listamaðurinn sem hefur endurskapað hann á striga eða sem höggmynd.
Tenglar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Einhyrningur.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Unicorn.