Fara í innihald

Bríet (félag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Bríet er líka mannsnafn.

Bríet félag ungra femínista var stofnað í desember 1997 og starfaði til ársins 2005. Fyrstu fundir félagsins voru haldnir í húsnæði Kvennalistans við Pósthússtræti og svo fengu þær inní Hlaðvarpanum. Bríetur beittu sér fyrir aukinni meðvitund samfélagsins á neikvæðum áhrifum kláms og neyslumenningar. Bríet er fyrsta félagið á Íslandi sem kenndi sig opinberlega við femínisma. Félagið stóð fyrir ýmsum femínískum uppákomum m.a. samkomum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars og tvær af meðlimum Bríetar þýddu bókina Píkutorfan (Fittstim). Félagskonur í Bríeti ganga oft undir nafninu Bríetur eða Bríetar. Félagið er nefnt til heiðurs Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, sem var ein af fyrstu íslenskum baráttukonum fyrir réttindum kvenna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.