Birmingham
Birmingham | |
---|---|
Land | Englandengar |
Svæði | Vestur-Miðhéruð |
Sýsla | Vestur Miðhéruð |
Stofnun | 6. öld |
Undirskiptingar | engar |
Stjórnarfar | |
• Oddviti | Shafique Shah (Lord Mayor) |
Flatarmál | |
• Samtals | 267,77 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 140 m |
Mannfjöldi (2017) | |
• Samtals | 1.137.123 |
• Þéttleiki | 3.739/km2 |
Póstnúmer | B |
Svæðisnúmer | 01905 |
Tímabelti | GMT |
Vefsíða | www.birmingham.gov.uk |
Birmingham (borið fram [/ˈbɝmɪŋəm/] eða [/ˈbɝːmɪŋɡəm/] af íbúum borgarinnar) er borg í Vestur-Miðhéruðum á Englandi. Hún er önnur fjölmennasta borg á Bretlandi og er fjölmennasta borgin í English Core Cities-hópnum. Þar bjuggu rúmlega 1,1 milljón manns árið 2017 en með nágrannabyggðum er stórborgarsvæðið með um 4,3 milljónir. Í þessu þéttbýli eru nokkrar aðrar borgir, þ.e. Solihull, Wolverhampton og borgirnar í Black Country.
Meðan á Iðnbyltinginni stóð var borgin orðlægð fyrir auðæfi sín. Hún var þekkt undir nöfnunum „verkstæði heimsins“ og „borg þúsund starfsgreina“. Borgin varð fyrir miklum skemmdum í sprengjuárásum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld (Birmingham Blitz). Eftir heimsstyrjöldina varð mikil uppbygging í borginni og fjöldi innflytjenda frá Breska samveldinu komu þangað. Birmingham hefur nú þróast í viðskiptamiðstöð á landsvísu.
Borgarbúar eru kallaðir Brummies.
Menning og íþróttir
Helstu menningarstofnanir eru: City of Birmingham Symphony Orchestra, The Birmingham Royal Ballet, the Birmingham Repertory Theatre, the Library of Birmingham og the Barber Institute of Fine Arts.
Tónlistarlíf hóf að blómstra á 7. áratugnum með hljómsveitum eins og The Spencer Davis Group, The Moody Blues, Traffic og The Electric Light Orchestra. Borgin er oft talin fæðingarstaður þungarokksins en Black Sabbath, Judas Priest og Led Zeppelin voru þaðan. Einnig má nefna bönd eins og Duran Duran og Ocean Colour Scene.
Aston Villa og Birmingham City eru helstu knattspyrnuliðin.