Háfrónska
Háfrónska er afrakstur vinnu [Belgía|belgans] Josefi Braekmans og nokkura Íslendinga, og ætlað að vera endurbætt útgáfa af [íslenska|íslensku] sem er laus við öll [tökuorð]. Orðasafn með nýyrðum sem Josef og félagar hans hafa smíðað er aðgengilegt af heimasíðu þeirra „Málþvottahús“.
Nafn
Háfrónska er nefnt eftir hánorsku (høgnorsk), íhaldsmesta afbrigði nýnorskunnar. Hún er ekki viðurkennd og er afurð lítils hóps sem reynir að varðveita "hreinan" orðaforða frá gleymsku.
Einmenningsáætlun
Síðan 1992 hefur Jósef smíðað innlend jafnheiti fyrir þau tökuorð sem ekki höfðu hrein samheiti. Árið 2005 stofnaði hann nýyrðasmiðjuna „Málþvottahús“. Vegna þess að hann var hræddur um að ekkert af nýyrðum hans hlyti góðar viðtökur hjá almenningi ákvað hann að búa til táknrænt athvarf fyrir þau: afbrigði íslenskunnar. Hegðun Braekmans Í fréttahópi is.islenska vakti andúð hjá mörgum Íslendingum og sökum þess ákvað hann að afhenda ævistarf sitt í hendur Pétri Þorsteinssyni Óháða safnaðarpresti. Pétur er nú forseti háfrónsku málhreyfingarinnar. Tungumálið hefur ekki opinbera stöðu á Íslandi.
Málgjörhreinsun
Áherslan í háfrónsku liggur á málgjörhreinsun, sem er ofstækisfyllsta mynd málhreinsunarinnar. Aftur er þetta einstaklingsbundið heiti sem þýðir að allt sem getur verið tjáð með mannlegum hljóðum er markmið hreintungusinna, jafnvel landaheiti, mannanöfn og efnaheiti. Samkvæmt Braekmans voru fyrstu merki málgjörheinsunarinnar frá nítjándu öldinni þegar Fjölnismenn rituðu Skírni. Dæmi eru staðarheiti eins og Sigurborg (Cairo) og Góðviðra (Buenor Aires) og mannanöfn eins og Hróbjartur Píll (Robert Peel) og Jón Hrísill (John Russell). Gagnstætt núverandi íslenskri málstefnu, vilja háfrónverjar útrýma jafnvel þeim latnesku og þýsku tökuorðum sem voru til í gullaldaríslensku.
Ný tákn
Braekmans skapaði einnig háfrónsk tákn:
- Brynfjöreggið: Tveir hjálmar sem mynda egglaga brynju, sem er tákn fyrir háfrónsku málverndina.
- Fjallbarnið: Hið slettulausa barn Fjallkonunnar.
- Þórsfrónvé: Íslenskur fáni með þórshamri í staðinn fyrir danabrókarkrossinn. Samkvæmt skoðun Braekmans er þjóðfáninn sem nú er til ekki annar en eftiröpun danska fánans og kærar þakkir fyrir danska kúgun í fortíðinni.
- nýyrðaskáldshúfa: Húfa með víkingahjálmsvígindi í litum íslenska þjóðfánans sem sýnir að nýju baráttu gegn óhreinkun íslenskunnar. Samkvæmt Josefi er munurinn á nýyrðasmiðum og nýyrðaskáldum sá að orðasmíð er hinum síðastnefndum trúarskylda.
Dæmi um háfrónsk nýyrði
- afn: frumeind, af 'efni'.
- beinstál: kalsín, kelki. Heiti þess er dæmi um notkun kenninga í vísindamáli.
- bleðmi: pappír, af blað og beðmi. Pappír er hreint beðmi.
- bænahöll: dómkirkja
- Brosmærin: Mona Lisa
- eindla, eindlingur: kvarkur, af ‘eind’ og smækkunarviðskeytinu ‘-la’ eða ‘-lingur’.
- eyktla, eyktlingur: stundarfjórðungur, af 'eykt' og smækkunarviðskeytinu ‘-la’ eða ‘-lingur’.
- heljarblý: plútón, af 'Hel', jafngildi rómverska guðsins Pluto og 'blý' (lead). Öll nöfn á frumefnum handan blýs eru samsetningar af ‘blý’, t.d.. ægisblý (neptún)), þórsblý (þórín)
- geimgat: svarthol, af 'geimur' og 'gat'.
- ginnungahvellur: Miklihvellur. Forskeytið 'ginnunga' þýðir bæði 'mikill' og ‘frum-‘ og er það hið hentugasta forskeyti í þessu tilfelli.
- gnæfingi: giraffe, af 'gnæfur'.
- Guðmey: María, af 'Guð' og '–mey'.
- haðarrúnir: Blindaletur, af 'Höður' (hinn blindi ás í norrænni goðafræði) og 'rún'.
- Helgi Smári: Patrekur, af 'Helgi' og 'Smári'. Smári er þjóðtákn Írlands og var tákn Partreks fyrir heilaga þrenningU.
- hljóðla: jóðla, af 'hljóða' og sagnaviðskeytið ‘–la’, sem virðist lúta að endurtekinni athöfn og vísir til sífelldra skiptinga milli brjóst- og mjóraddar (falsettu).
- Hlynland: Kanada, af 'hlynur' (maple) og 'land' (country). Landið er nefnt eftir hlynblaði í þjóðfánanum.
- kjálkagálkn: krókódíll, af 'kjálki' (jaw) og 'gálkn' (monster). Krókodílar hafa sterkasta kjálka allra núverandi rándýra og Deinosuchus, einn af forfeðrum krókodílanna hafði sterkasta kjálka allra rándýra í sögu lífsins,
- kóngaborð: chess, from 'kóngur' (king) and 'borð' (board).
- Miðvesturfljót: Mississippi (Mikilvægasta fljót í Miðvesturríkjunum).
- Morguneyjar: Japan. Nafn þjóðarinnar er kínverskt að uppruna (Jeh-pun, sólrís).
- Múspellsmilska: Molotov cocktail. Í fornmálinu 'milska' þýddi ‘blanda úr miði og öli’ og er því hægt að nota orð þess í staðin fyrir ‘kokkteill’.
- niftungur: beta-eind, af 'nifteind'.
- nýgarn: nælon, fyrsti fullkomlega tilbúinn gervivefnaður NÚtímans.
- Nykrafljót: Níl. Orðið ‘nykur’ þýddi ‘nílhestur’ í fornmálinu.
- rákakóngur: tigrisdýr, af 'rák' og 'kóngur'.
- reyksæla: níkótín, af 'reykur' og 'sæla'. Samheiti er ‘vindilbeiskja’, af ‘vindill’ og ‘beiskja’, af ‘beiskjuefni’.
- sjáaldursbeiskja: atrópín, af ‘sjáaldursjurt’ (atropos belladona) og 'beiskja' (beiskjuefni, lýtingur). Atrópín víkkar ljósop augans.
- Sjöhæðir: Rómaborg.
- skyppill: kengúra, af ‘skoppa’. Orðið er smiðað á grundvelli hljóðlíkingar við enska gælunafn ‘skippy’.
- sómaherji: samúrai.
- tíðniafstæði: Doppler-hrif
Háfrónsk heiti á stórum tölum
- miklund: milljón. Leitt af 'mikil-hund-rað'. Lýsingarorðið 'mikill' er þýðing á grískA orðinu 'megas', sem er rót forskeytisins mega- (milljónfaldur).
- þursund: miljarður. Leitt af 'þurs-hund-rað'. Nafnorðið ‘þurs’ er þýðing á grísku orðinu 'gigas', sem er rót forskeytisins ‘giga-‘ (miljarðfaldur).
Forskeyti 'þús-' (þusundfaldur) og 'þurs-' (miljarðfaldur) eru notuð til að smiða heiti á eftirfarandi þrem töluorðum: þús-þursund (þúsund miljarðar, billjón), þurs-miklund (miljarður milljóna, billjarður) and þurs-þursund (miljarður miljarða, trilljón). Formálinn 'X-mælt þúsund' er notaður fyrir tölur hærri en 1018. Í íslensku orðsifjabókinni, uppflettiorðið 'kvinkvilljón' (1030) er þýdd ‘fimmmælt milljón’.
Heiti stórra talna | ||||
10x | Háfrónska | Íslenska | Bresk enska | |
103 | þúsund | þúsund | thousand | |
106 | miklund (mikill, mégas) | milljón | million | |
109 | þursund (þurs, gigas) | milljarður | billion | |
1012 | þúsþursund | billjón | trillion | |
1015 | þursmiklund | billjarður | quadrillion | |
1018 | þursþursund | trilljón | quintillion | |
1021 | sjömælt þúsund | trilljarður | sixtillion | |
1024 | áttmælt þúsund | kvaðrilljón | septillion | |
1027 | nímælt þúsund | kvaðrilljarður | octillion | |
1030 | tímælt þúsund | kvintilljón | nonillion |
Staðarheiti
Braekmans þýðir öll ensk staðarheiti.
- Ashley: Eskiló (af 'ash' (askur) og 'léah' (–ló, eins og í Osló)).
- Barnoldswick: Bjarnólfsvé. ‘bústaður ‘Beornwulf’’. Síðari liðurinn ‘wick’ er ekki skyldur nafnorðinu ‘vík’, heldur latneska orðinu ‘vicus’, sem er rót enska orðsins ‘village’. Rétta íslenska jafnheitið er ‘vé’ í gömlu merkingunni ‘bústaður’.
- Boston: Bótólfssteinn (steinn Bótwulfs (Bótólfur)).
- Brighton: Bjarthjálmstún (Bústaður sem var nefndur eftir Beorthelm (Bjarthjálmur)).
- Bristol: Brúarstó (samkomustaður við brúna’. Fornenska ‘stow’ = Íslenska ‘stó’.)
- Cambridge: Grantabrú (Nefnd eftir ánni Granta. Breyting ‘Grant-‘ í ‘Cam-‘ orsakast af normannskum áhrifum).
- Canterbury: Jótbretaborg (Ekki 'Kantaraborg'!). Fornenska 'Cantwareburg' þýddi ‘virki kentverjanna’. Háfrónska þýðingin á Kent er 'Jótbretland'.
- Ruston Parva: Litla-Hróarstún (Bústaður sem var nefndur eftir ‘Hróari’. Latneska viðbót ‘parva’ þýðir ‘lítill’).
- Selby: Seljubær (Bær sem var nefndur eftir seljum.)
Tenglar
- Miðstöð háfrónska tungumálsins
- Frétt á djoflaeyjan.com: „Hin hreina íslenska kemur frá Belgíu!“