Bæjarins bestu (hljómsveit)
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Bæjarins Bestu var stofnuð í kringum 2000 af þeim Daníel Ólafssyni (Deluxe) og Halldóri Halldórssyni (Dóra DNA). Seinna bættist rapparinn Kjartan Atli Kjartansson (Kamalflos, Kájoð) í hópinn.
Þeir gáfu út diskinn Tónlist til að slást við sem seldist ágætlega. Frægasta lagið á disknum var Í Klúbbnum og var myndbandið við lagið, sem þótti afar skemmtilegt, spilað mikið. Einnig þótti titillag plötunnar vera afar gott. Báðir rapparar sveitarinnar hafa unnið rímnastríð og tvisvar sinnum mæst í úrslitum. Dóri DNA hefur unnið keppnina tvisvar en Kájoð einu sinni. Þeir þykja með betri frjálsrímurum Íslands.
Dóri DNA er einnig í hljómsveitinni NBC ásamt Stjána úr Afkvæmum guðanna. Dóri þykir vera ein helsta hiphop stjarna landsins.
Kájoð var í hljómsveit sem kallaði sig Hughvarfahríð (óstaðfest). Hann hefur einnig gert tvö sólólög sem hafa hlotið verðskuldaða athygli (Ekki gleyma nafninu og Ég get ekki skilið.)
Deluxe hefur verið viðriðinn hiphop lengi og hefur hjálpað Afkvæmum Guðanna (þá SOS), XXX Rottweiler, Móra og fleiri hljómsveitum og tónlistarmönnum með takta og skröts. Hann hefur einnig unnið með popp sveitinni Nylon (hljómsveit).