Fara í innihald

Guttormur Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 6. nóvember 2024 kl. 10:19 eftir Alvaldi (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. nóvember 2024 kl. 10:19 eftir Alvaldi (spjall | framlög) (Heimildir)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Guttormur Sigurðsson (119911. ágúst 1204) var konungur Noregs um nokkurra mánaða skeið árið 1204, aðeins fimm ára gamall. Hann var sonur Sigurðar lávarðar og barnabarn Sverris konungs. Móðir hans er óþekkt.

Við lát Hákonar harmdauða í janúar 1204 var allur Noregur undir hans stjórn og birkibeina en skömmu síðar gerði Erlingur steinveggur innrás í Víkina með mikið lið og stuðning frá Valdimar Danakonungi. Eftir krýningu Guttorms var frændi hans, Hákon galinn, skipaður jarl og gerður foringi birkibeina. Birkibeinar sigldu með konung til Niðaróss þar sem hann var kjörinn konungur á Eyraþingi. Í ágúst sama ár varð hann veikur og lést. Sögur gengu um að baglar ættu sök á dauða hans en ekkert bendir til að þær hafi átt við eitthvað að styðjast.

Þar sem Guttormur var síðasti afkomandi Sverris konungs að því er best var vitað var systursonur Sverris, Ingi Bárðarson, kjörinn af birkibeinum sem næsti konungur Noregs. Raunar átti Hákon harmdauði barnungan son, Hákon, sem síðar varð konungur, en fæðingu hans var enn sem komið var haldið leyndri af öryggisástæðum.

  • Blom, Grethe Authén (1972). Samkongedømme – enekongedømme – Håkon Magnussons hertugdømme. Trondheim: Universitetsforlaget. ISBN 82-00-08853-7.
  • Helle, Knut (1972). Konge og gode menn i norsk riksstyring ca. 1150–1319. Bergen: Universitetsforlaget. ISBN 82-00-08836-7.
  • Helle, Knut (1974). Norge blir en stat: 1130–1319. Handbok i norsk historie. 3. árgangur. Universitetsforlaget. ISBN 82-00-01323-5.
  • Lunden, Kåre (1976). Norge under Sverreætten, 1177–1319. Norges historie. 3. árgangur. Oslo: Cappelen. ISBN 82-02-03453-1.


Fyrirrennari:
Hákon harmdauði
Konungur Noregs
(1204 – 1204)
Eftirmaður:
Ingi Bárðarson