Fara í innihald

Sóley Tómasdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 8. júlí 2022 kl. 14:16 eftir Kvk saga (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júlí 2022 kl. 14:16 eftir Kvk saga (spjall | framlög)
Sóley Tómasdóttir (2015)

Sóley Tómasdóttir (fædd 12. maí 1974) er íslensk stjórnmálakona. Hún var oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í borgarstjórn Reykjavíkur 2009-2016 og forseti borgarstjórnar 2014-2016.

Æviágrip

Sóley ólst upp að mestu leyti í Kópavogi en fluttist til Reykjavíkur á unglingsárum. Hún er stúdent frá MH og er með BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum. Sóley hefur unnið hjá Félagsvísindastofnun HÍ, á auglýsingastofunni Hvíta húsinu, Auglýsingastofu skaparans og hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar.

Sóley er gift Aart Schalk og á tvö börn.

Stjórnmálaþátttaka

Sóley var varaborgarfulltrúi frá kosningum vorið 2006 en tók sæti borgarfulltrúa þegar Svandís Svavarsdóttir var kjörin á þing vorið 2009. Sóley var kjörin aftur í borgarstjórn 2010 og 2014, í bæði skiptin sem eini fulltrúi Vinstri grænna. Sóley hefur lengi verið virk í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og var ritari flokksins árin 2007-2015.[1][2]

Sóley hefur setið í flestum fagráðum borgarinnar en varð forseti borgarstjórnar þegar fjögurra flokka meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata tók við völdum 16. júní 2014.[3]

Sóley tilkynnti í maí 2016 að hún hygðist hætta í borgarstjórn, þar sem hún væri að flytja til Hollands ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Sóley hugðist hefja meistaranám í uppeldisfræði í Hollandi. Sóley baðst lausnar á fundi borgarstjórnar 20. september 2016 og tók Líf Magneudóttir þá við sæti Sóleyjar og var kjörin forseti borgarstjórnar.[4]

Eitt og annað

Sóley var skipuð beikonsendiherra á vegum Íslenska beikonbræðralagsins í aðdraganda beikondagsins sem haldinn var 16. ágúst 2014.[5]

Tilvísanir

  1. Tveir kostir í boði við stjórnarmyndun, Vísir, 25. febrúar 2007.
  2. Ný stjórn Vinstri grænna Geymt 6 október 2017 í Wayback Machine, vg.is, 24. október 2015.
  3. Sóley verður forseti borgarstjórnar, mbl.is, 11. júní 2014
  4. "Sóley hættir í borgarstjórn og Líf tekur við", Reykjavíkurborg, 21. september 2016 Sótt 4. apríl 2017.
  5. Sóley verður beikonsendiherra, ruv.is, 9. ágúst 2014

Tenglar