Fara í innihald

Avignon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 23. nóvember 2020 kl. 16:48 eftir Berserkur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. nóvember 2020 kl. 16:48 eftir Berserkur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Palais des Papes í Avignon.

Avignon er borg í suðausturhluta Frakklands í umdæminu Vaucluse á bökkum Rónar. Íbúar voru um 94 þúsund árið 2017. Borgin er einkum þekkt sem Páfastóll frá 1309 til 1377. Borgin var hluti af Páfaríkinu til 1791 þegar hún varð hluti af Frakklandi. Hún er ein af fáum borgum í Frakklandi þar sem borgarmúrarnir frá miðöldum hafa varðveist. Í miðborginni eru páfahöllin, Palais des Papes, Dómkirkjan í Avignon og það sem eftir er af Saint-Bénézet-brú. Þessir þrír minjastaðir eru hluti af heimsminjaskrá UNESCO.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.