Knattspyrnusamband Afríku
Knattspyrnusamband Afríku (franska: Confédération Africaine de Football, skammstöfun: CAF) er yfirumsjónaraðili fyrir afríska knattspyrnu. Aðildarfélög sambandsins eru 56 talsins.
Sambandið er fulltrúi fótbolta aðildarfélaga Afríku og rekur álfu-, þjóðar- og félagakeppnir. Það stýrir einnig verðlaunaupphæðum, reglugerðum og útsýningarrétti þessara keppna. Sambandið er stærst aðildarsamtaka Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Síðan að liðum var fjölgað á Heimsmeistaramóti landsliða í knattspyrnu karla 1998 í 32 lið, hefur sambandið fengið úthlutað fimm sætum, þó þeim var fjölgað í sex fyrir Heimsmeistaramótið 2010 vegna þess að þá var Knattspyrnusamband Suður-Afríku gestgjafi mótsins.
Sambandið var stofnað 8. febrúar 1957 í Kartúm, Súdan,[1] af Egypsku, Eþíópísku, Suður-Afrísku og Súdönsku[2] knattspyrnusamböndunum, eftir umræður þeirra á milli á Avenida Hótelinu í Lissabon, Portúgal. Fyrstu höfuðstöðvarnar voru staðsettar í Khartoum, þangað til endsupptök gerðu það að verkum að þær fluttu til Kaíró í Egyptalandi. Youssef Mohamad var fyrsti ritarinn og Abdel Aziz Abdallah Salem fyrsti forsetinn.
Núverandi forseti er Ahmad Ahmad frá Madagaskar, sem var kosinn 16. mars 2017.[3] Núverandi ritari er Egyptinn Amr Fahmy, sem hefur verið í embætti síðan 16. nóvember 2017.[4]
Tilvísanir
- ↑ Historical Dictionary of Soccer. 2011. bls. 21. ISBN 9780810873957.
- ↑ International Sport Management (enska). Human Kinetics. ISBN 9781450422413.
- ↑ „Madagascar FA chief Ahmad elected as new Caf president“. BBC News. 16. mars 2017. Sótt 16. mars 2017.
- ↑ Football, CAF – Confederation of African. „CAF – News Center – News – NewsDetails“. www.cafonline.com. Sótt 29. nóvember 2017.
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Confederation of African Football“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. júlí 2019.