Fara í innihald

Morgunblaðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 22. október 2015 kl. 21:19 eftir Adrio (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. október 2015 kl. 21:19 eftir Adrio (spjall | framlög)
Logo
Morgunblaðið
RitstjóriDavíð Oddsson og Haraldur Johannessen
Útgáfutíðnidaglega
StofnandiVilhjálmur Finsen
Stofnár1913
ÚtgefandiÁrvakur hf.
HöfuðstöðvarReykjavík
Vefurhttp://mbl.is
ISSN1021-7266
Stafræn endurgerð[1]
Fyrsta fréttamyndin sem birtist í íslensku dagblaði var þessi mynd af Dúkskoti sem birtist í Morgunblaðinu 17. nóvember 1913 í tengslum við morðmál.

Morgunblaðið er íslenskt dagblað sem kemur út alla daga vikunnar á Íslandi. Það kom fyrst út 2. nóvember 1913 og hefur verið gefið út af Árvakri hf síðan 1924. Stofnendur Morgunblaðsins voru þeir Vilhjálmur Finsen og Ólafur Björnsson, yngri bróðir Sveins Björnssonar forseta. [1] Árið 1997 hóf svo Morgunblaðið útgáfu fréttavefs á internetinu fyrst allra fréttastofa á Íslandi. Síðan hefur mbl.is verið vinsælasti fréttavefur landsins. Morgunblaðið var lengi vel málgagn Sjálfstæðisflokksins en reyndi um tíma að fjarlægjast flokkadrætti þar til Davíð Oddsson, fyrrum formaður flokksins og umdeildur forsætisráðherra var ráðinn ritstjóri árið 2009.

Ritstjórar Morgunblaðsins

Gagnrýni á Morgunblaðið

Í kafla um fjölmiðla í viðauka við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kom út þann 12. apríl 2010 og ritaður var af sérstökum starfshópi um siðferði og starfshætti í aðdraganda hrunsins, stendur varðandi ráðningu Davíðs Oddssonar:

„Ráðning Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra, sem ritstjóra Morgunblaðsins og uppsögn margra reyndra blaðamanna þar sýnir hvernig eigendur fjölmiðla geta ráðskast með fjölmiðla ef þeim sýnist svo. Markmið þeirra virðist vera að ástunda skoðanafjölmiðlun og verja sérhagsmuni fremur en að tryggja faglega og sanngjarna umfjöllun [...] Það er dapurlegur vottur um íslenska umræðusiði að þessi athugasemd hefur ekki orðið tilefni málefnalegrar rökræðu um stöðu fjölmiðla á viðsjárverðum tímum í íslensku samfélagi heldur hafa menn hlaupið í skotgrafir.“ [2]

Tilvísanir

  1. Morgunblaðið 1958
  2. Viðauki 1 við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþings; á vef Rannsóknarnefndar.

Tenglar