Fara í innihald

Þórir snepill Ketilsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 17. júlí 2015 kl. 04:37 eftir OctraBot (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2015 kl. 04:37 eftir OctraBot (spjall | framlög) (Flytja til Wikidata á d:Q15635411.)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Þórir snepill Ketilsson var landnámsmaður í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu en hafði áður numið land í Köldukinn. Í Landnámabók segir að hann hafi verið sonur Ketils brimils, sem ekki er ættfærður nánar.

Þórir sigldi skipi sínu til Íslands en á leiðinni reyndu víkingar að ræna hann og förunauta hans. Einn þeirra, Gautur, sló stafnbúa víkingaskipsins með hjálmunveli (stýrissveif skipsins) og hættu víkingarnir þá ránstilrauninni en Gautur var eftir það nefndur Hjálmun-Gautur.

Þeir lentu skipi sínu í Skjálfandafljótsósi og nam Þórir fyrst land í Köldukinn milli Skuggabjarga og Ljósavatnsskarðs en líkaði ekki vistin þar. Hann flutti sig því um set og nam Fnjóskadal allan til Ódeilu (á Flateyjardalsheiði). Hann bjó í Lundi og „blótaði lundinn“ eftir því sem segir í Landnámu.

Kona Þóris var Guðlaug Hrólfsdóttir og voru börn þeirra Öngull hinn svarti, Hrafn, faðir Þórðar á Stokkahlöðum og Guðríður kona Þorgeirs Ljósvetningagoða.