Ævisaga
Útlit
Ævisaga er bókmenntagrein þar sem sagt er frá lífshlaupi einstaklings eða einstaklinga.[1] Yfirleitt á hugtakið ekki við um skáldsögur, þótt búið hafi verið til hugtakið skáldævisaga um ævisögur sem eru á mörkum skáldskapar og æviminninga eins og í bókum Þórbergs Þórðarsonar. Ólíkt ferilskrá er ævisaga yfirleitt dýpri greining á persónueinkennum og byggist oft upp á reynslusögum og ólíkt dagbókum fjalla ævisögur yfirleitt um tíma sem er löngu liðinn.
Þegar höfundur er sjálfur aðalpersóna ævisögunnar er talað um sjálfsævisögur eða æviminningar.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum?“. Vísindavefurinn 15.4.2010. http://visindavefur.is/?id=54786. (Skoðað 15.4.2010).