Fara í innihald

„Guðrún Hafsteinsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Thvj (spjall | framlög)
Lína 28: Lína 28:


== Gagnrýni ==
== Gagnrýni ==
Í september 2024 ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, þrátt fyrir harða gagnrýni, að standa við ákvörðunum stjórnvalda um brottvísun [[Yazan Tamimi]]s og forelda hans<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-16-segir-ad-akvordun-um-brottvisun-yazans-standi-thratt-fyrir-frestun-421935|title=Segir að ákvörðun um brottvísun Yazans standi þrátt fyrir frestun - RÚV.is|last=Schram|first=Höskuldur Kári|date=2024-09-16|website=RÚV|access-date=2024-09-17}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242591013d/boda-til-samstodufundar-med-yazan|title=Boða til samstöðufundar með Yazan - Vísir|last=Jósefsdóttir|first=Sólrún Dögg|date=2024-06-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-17}}</ref>. Að beiðni [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundar Inga Guðbrandssonar]] [[félags- og vinnumálamálaráðherra]] ákvað hún síðar að afturkalla brottvísunina.<ref>https://www.visir.is/g/20242622354d/-tho-ad-thad-hafi-verid-mer-thvert-um-ged-</ref>
Í september 2024 ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, þrátt fyrir harða gagnrýni, að standa við ákvörðunum stjórnvalda um brottvísun [[Yazan Tamimi]]s og forelda hans<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-16-segir-ad-akvordun-um-brottvisun-yazans-standi-thratt-fyrir-frestun-421935|title=Segir að ákvörðun um brottvísun Yazans standi þrátt fyrir frestun - RÚV.is|last=Schram|first=Höskuldur Kári|date=2024-09-16|website=RÚV|access-date=2024-09-17}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242591013d/boda-til-samstodufundar-med-yazan|title=Boða til samstöðufundar með Yazan - Vísir|last=Jósefsdóttir|first=Sólrún Dögg|date=2024-06-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-17}}</ref>. Að beiðni [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundar Inga Guðbrandssonar]], [[félags- og vinnumálaráðherra Íslands]] ákvað hún síðar að afturkalla brottvísunina.<ref>https://www.visir.is/g/20242622354d/-tho-ad-thad-hafi-verid-mer-thvert-um-ged-</ref>


== Tilvísanir ==
== Tilvísanir ==

Útgáfa síðunnar 21. október 2024 kl. 16:38

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf)
Dómsmálaráðherra Íslands
Núverandi
Tók við embætti
19. júní 2023
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
Bjarni Benediktsson
ForveriJón Gunnarsson
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2021  Suður  Sjálfstæðisfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd9. febrúar 1970 (1970-02-09) (54 ára)
Selfoss
StjórnmálaflokkurSjálfstæðisflokkurinn
MakiHans Kristján Einarsson Hagerup
MenntunMannfræði
HáskóliHáskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Guðrún Hafsteinsdóttir (f. 9. febrúar 1970) er íslenskur mannfræðingur, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og núverandi dómsmálaráðherra. Áður var hún markaðsstjóri Kjörís og formaður Samtaka iðnaðarins. Hún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi árið 2021 og leiddi lista flokksins í kjördæminu í alþingiskosningunum í september 2021.

Foreldrar Guðrúnar eru Hafsteinn Kristinsson (1933-1993) forstjóri og stofnandi Kjöríss og Laufey Valdimarsdóttir (f. 1940). Guðrún er næstyngst fjögurra systkina, þ.á m. er Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis til 16 ára og núverandi sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Maki Guðrúnar er Hans Kristján Einarsson Hagerup gullsmiður og eiga þau samtals sex börn.[1]

Guðrún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands og diplómagráðu í jafnréttisfræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur lengst af starfað í fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, tók þar við stöðu framkvæmdastjóra 23 ára gömul þegar faðir hennar lést[2] en frá 2008-2021 var hún markaðsstjóri Kjöríss.

Guðrún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 - 2020. Hún hefur setið stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna[1] og er formaður Landsamtaka lífeyrissjóða frá árinu 2018.

Gagnrýni

Í september 2024 ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, þrátt fyrir harða gagnrýni, að standa við ákvörðunum stjórnvalda um brottvísun Yazan Tamimis og forelda hans[3][4]. Að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumálaráðherra Íslands ákvað hún síðar að afturkalla brottvísunina.[5]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Visir.is, „Guðrún Hafsteinsdóttir vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi“ (skoðað 30. maí 2021)
  2. „Framkvæmdastjóri Kjöríss hf, Guðrún Hafsteinsdóttir er ekki nema 24 ára“, Morgunblaðið, 8. maí 1994 (skoðað 30. maí 2021)
  3. Schram, Höskuldur Kári (16. september 2024). „Segir að ákvörðun um brottvísun Yazans standi þrátt fyrir frestun - RÚV.is“. RÚV. Sótt 17. september 2024.
  4. Jósefsdóttir, Sólrún Dögg (29. júní 2024). „Boða til samstöðufundar með Yazan - Vísir“. visir.is. Sótt 17. september 2024.
  5. https://www.visir.is/g/20242622354d/-tho-ad-thad-hafi-verid-mer-thvert-um-ged-


Fyrirrennari:
Jón Gunnarsson
Dómsmálaráðherra
(19. júní 2023 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti