„Atlantshafsbandalagið“: Munur á milli breytinga
TKSnaevarr (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
TKSnaevarr (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 6: | Lína 6: | ||
|kort =North Atlantic Treaty Organization (orthographic projection).svg |
|kort =North Atlantic Treaty Organization (orthographic projection).svg |
||
|kortastærð=200px |
|kortastærð=200px |
||
|kortaheiti=Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins ([[ |
|kortaheiti=Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins ([[2020]]) sjást hér grænlituð. |
||
|skammstöfun=NATO (enska); OTAN (franska) |
|skammstöfun=NATO (enska); OTAN (franska) |
||
|einkennisorð=''Animus in consulendo liber'' |
|einkennisorð=''Animus in consulendo liber'' |
Útgáfa síðunnar 10. maí 2020 kl. 16:47
Atlantshafsbandalagið North Atlantic Treaty Organization (NATO) Organisation du traité de l'Atlantique nord | |
---|---|
Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (2020) sjást hér grænlituð. | |
Skammstöfun | NATO (enska); OTAN (franska) |
Einkennisorð | Animus in consulendo liber |
Stofnun | 1949 |
Gerð | Hernaðarbandalag |
Höfuðstöðvar | Brussel, Belgíu |
Meðlimir | 30 ríki |
Opinber tungumál | Enska, franska |
Vefsíða | www.nato.int |
Atlantshafsbandalagið (einnig NATÓ eftir enskri skammstöfun á nafni þess: North Atlantic Treaty Organisation eða OTAN eftir franskri skammstöfun á heiti þess, (l'Organisation du Traité de l'Atlantique Nord)) er hernaðarbandalag. Skrifað var undir stofnsáttmála bandalagsins í Washington D.C. 4. apríl 1949.
Kjarni bandalagsins er 5. grein stofnsáttmálans þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll. Sú grein var hugsuð til að gera Sovétríkjunum það ljóst að innrás inn í Vestur-Evrópu jafngilti stríðsyfirlýsingu við Bandaríkin og allan hernaðarmátt þeirra. Á móti stofnuðu Sovétríkin ásamt bandamönnum sínum í Austur-Evrópu Varsjárbandalagið. Hernaðarbandalögin tvö léku síðan aðalhlutverk í Kaldastríðinu og því vígbúnaðarkapphlaupi og kjarnorkuvopnavæðingu sem einkenndu það. Innrás Sovétmanna í Vestur-Evrópu varð aldrei að veruleika og 5. grein NATO-samningsins hefur aðeins verið notuð einu sinni en það var 12. september 2001 eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin.
Aðild Íslands að NATO
Lög um inngöngu Íslands í NATO voru samþykkt á Alþingi, 30. mars 1949. Þau voru mjög umdeild og talsverðar óeirðir urðu í sambandi samnþykkt þeirra á Austurvelli. Andstæðingar NATO-aðildar kröfðust þjóðaratkvæðis um þetta mikilvæga mál en ekki var orðið við því. Hins vegar var því lofað að aldrei yrði erlendur her á íslenskri grundu á friðartímum. NATO ásamt Bandaríkjaher rak Keflavíkurherstöðina á Miðnesheiði frá 1951 til 2006.
Aðildarríki
Stofnfélagar (1949): | Ríki sem fengu inngöngu síðar:
|
Þýskaland gekk í sambandið sem Vestur-Þýskaland, landsvæðið sem áður var Austur-Þýskaland varð hluti af NATÓ með sameiningu þýsku ríkjanna árið 1990.
Tenglar
- Heimasíða Atlantshafsbandalagsins
- Fastanefnd Íslands hjá NATO
- Misminni frá marslokum 1949; grein um óeirðirnar á Austurvelli 30. mars 1949; Morgunblaðið 1989
- The Atlantic Community: Iceland heimildarmynd unninn af Atlantshafsbandalaginu um Ísland frá miðjum sjötta áratugnum
- „Barátta milli góðs og ills : NATO-Mangi slær ekki af
- Það er enginn hlutlaus nema hóran