Skilmálar og skilyrði

Almennir skilmálar og skilyrði

 

Undir þessa skilmála og skilyrði heyra samskipti þín og EDAA og notkun þín á vefsvæðinu YourOnlineChoices eða samþykki þitt á valfrjálsri vefköku YourOnlineChoices.

 

EDAA er félag sem er ekki rekið í ágóðaskyni (AiSBL) og er skráð í Brussels undir fyrirtækjanúmerinu BE 0846.790.105. Skráð aðsetur fyrirtækisins er Rue des Deux Eglises 26 | 1000 Brussels.

 

Vefsvæðið YourOnlineChoices er tiltækt á www.youronlinechoices.eu, https://www.youronlinechoices.com, www.youronlinechoices.eu/uk/ ogwww.youronlinechoices.com/uk/. Þú getur farið á vefsvæðið í gegnum tengil á vefsvæði þriðja aðila eða í gegnum OBA-táknið.  OBA-táknið lítur svona út  og þú getur oft á tíðum rekist á það í eða í kringum auglýsingar á vefsvæðum.

 

Í skilmálum þessum vísar „við“ eða „okkur“ eða „okkar“ til okkar, EDAA, og „þú“ eða „þig“ eða „þér“ eða „þín“ til þín og allra aðila sem nota vafrann þinn eða tæki til að fara á vefsvæðið YourOnlineChoices eða til að merkja við valkosti hvað varðar áhugatengdar auglýsingar á netinu í gegnum neytendavalsíðu á YourOnlineChoices, eða (ef um ræðir fyrirtæki) til að samþykkja valfrjálsa vefköku í gegnum valkost á vefsvæðinu.

 

Þú getur einnig skoðað persónuverndarstefnuna okkar https://www.youronlinechoices.com/uk/protecting-your-privacy sem er hluti af þessum almennum skilmálum og skilyrðum.

 

Kjörstillingarnar þínar á YourOnlineChoices

 

Einn aðaleiginleiki vefsvæðisins YourOnlineChoices er að miðla kjörstillingunum þínum sem tengjast hegðunarmiðuðum auglýsingum á netinu til fyrirtækjanna sem taka þátt. Við skráum valkostina þína og sendum þá til auglýsingakerfa og annarra fyrirtækja sem taka þátt og eru skráð á síðunni YourOnlineChoices https://www.youronlinechoices.com/uk/your-ad-choices.

 

Til að geta notað vefsvæðið YourOnlineChoices er nauðsynlegt að hvert fyrirtæki setji vefköku í vafrann þinn, svokallaða valköku, til að við getum lagt það sem þú velur á minnið. Upplýsingar um vefkökur er að finna í persónuverndarstefnunni https://www.youronlinechoices.com/uk/protecting-your-privacy. Ef þú notar vefsvæðið YourOnlineChoices í annarri tölvu eða vafra, eða hreinsar/eyðir vefkökunum, munum við ekki geta munað valkostina þína og þú þarft að fara aftur á vefsvæðið YourOnlineChoices til að merkja við þá aftur. Þess að auki virkar vefsvæðið YourOnlineChoices ekki sem skyldi ef vafrinn þinn er stilltur til að útiloka vefkökur þar sem ekki er hægt að leggja valkostina þína á minnið án valkökunnar.

 

Þó svo að við nýtum okkur hóflega viðskiptavild til að senda valkostina sem þú velur á YourOnlineChoices til viðeigandi fyrirtækja sem eru skráð á vefsvæðinu þegar þú merkir við valkostina, er vefsvæðið YourOnlineChoices veitt „eins og það er“ og „samkvæmt tiltækileika“ og við greinum ekki frá því, ábyrgjumst ekki, veitum engin skilyrði, tryggingar eða skilmála fyrir því að valkostirnir þínir verði eða haldist virkir. Ef valkostirnir þínir eru ekki virkir geturðu sent inn kvörtun og leitað að úrlausn á vefsvæðinu https://www.youronlinechoices.com/uk/make-a-complaint.

 

Skyldur þínar

 

Þér ber skylda til að haga þér og nota vefsvæðið YourOnlineChoices í samræmi við öll gildandi lög og reglugerðir og á þann máta sem búast má við af skynsamlegum, ábyrgum og nærgætnum einstaklingi.

 

Þér er óheimilt að nota vefsvæðið YourOnlineChoices eða leyfa notkun vefsvæðisins YourOnlineChoices ef um ræðir:

(a)           óleyfilegar eða ólöglegar gjörðir eða til að fremja glæpi og/eða glæpsamlegar athafnir;

 

(b)           miðlun sem telst ólögleg, röng, klámfengin, óviðeigandi, ærumeiðandi, ógnandi, móðgandi, óæskileg eða óumbeðin eða sem veldur skapraunum, kvöl eða óþarfa kvíða eða brýtur gegn röð og reglu og/eða almennri siðsemi eða gildandi lögum um kynþáttahatur;

 

(c)            athafnasemi sem gæti brotið á persónuvernd eða gagnaverndarrétti annarra viðskiptavina/áskrifenda eða þriðju aðila; og

 

(d)           útbreiðslu vírusa eða annarra spilliforrita eða truflanir á samskiptum eða gagnageymslu eða skemmdir eða eyðslu vefsvæðisins YourOnlineChoices eða takmörkun eða skerðingu á notkun eða afköstum vefsvæðisins YourOnlineChoices sem koma niður á öðrum notendum eða þriðju aðilum, þar með talið ofnotkun vefsvæðisins með veigamikilli, ótryggðri gagnaumferð (gagnaflæði, sendingu amapósts o.s.frv.).

 

Þú samþykkir að virða hugverksrétt (þar með talið og án takmarkana, útgáfurétt, vörumerki, einkaleyfi, hönnunarrétt og rétt á gagnagrunnum) sem tilheyra okkur eða leyfishöfum okkar.

 

Þér ber að bæta okkur skaða og vernda okkur frá allri ábyrgð, tapi, útgjöldum, kröfum eða kostnaði (þar með talið lagakostnaði og -gjöldum) sem talið er að til komi vegna brots af þinni hálfu á skyldum sem greint er frá í þessum hluta.

 

Ef þú verður var/vör við að vefsvæðið YourOnlineChoices brýtur á hugverksrétti þínum, eignarrétti eða öðrum réttindum skaltu gera okkur kunnugt um slíkt með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér fyrir neðan.

 

Tenglar

 

Sumir tenglar á vefsvæðinu YourOnlineChoices gera þér kleift að tengjast vefsvæðum sem eru ekki undir okkar stjórn. EDAA gefur þessa tengla upp þér til aukinna þæginda. Birting tengla er ekki undir ábyrgð EDAA og EDAA ber ekki ábyrgð á efni vefsvæðisins sem tengillinn vísar á. Notkun þín á tenglunum er undir þinni eigin ábyrgð.

 

Takmarkanir og útilokanir á ábyrgð

 

EDAA afsalar sér skýrlega öllu komandi fyrirsvari, ábyrgð, skilyrðum eða öðrum skilmálum, hvort sem slíkt er tekið skýrlega fram eða gefið í skyn með samþykkt, tryggingu eða með öðrum hætti, þar með talið, þó ekki takmarkist við, ábyrgðir, skilyrði eða aðra skilmála af fullnægjandi gæðum sem gefnir eru í skyn, nothæfi eða hæfilega umhirðu og hæfni.

 

Eins og greint er frá hér fyrir neðan afsalar EDAA sér allri ábyrgð og mun ekki teljast ábyrgt hvað varðar samning, misferli (þar með talið, þó ekki takmarkist við, vanrækslu), samningsbundna skyldu, samningsdrög eða annað fyrirsvar (annað en sviksamlegar, rangar staðhæfingar) eða sem til koma vegna eða í tengslum við vefsvæðið YourOnlineChoices og skilmála þessa og skilyrði vegna: (a) afleiðandi, óbeins eða sérstaks taps eða skemmda; (b) taps á viðskiptavild eða orðstír; eða (c) efnahagstaps (þar með talið taps á tekjum, ágóða, samningum, viðskiptum eða ætluðum sparnaði), hvort sem greint sé frá möguleika á slíku tapi eða skemmdum og hvernig sem slíkt kemur til.

 

Eins og greint er frá hér fyrir neðan takmarkast hámarksábyrgð EDAA hvað varðar samning, misferli (þar með talið, þó ekki takmarkist við, vanrækslu), samningsbundna skyldu, samningsdrög eða annað fyrirsvar (annað en sviksamlegar, rangar staðhæfingar) eða sem til koma vegna eða í tengslum við samning þennan og alla hluta hans, þar á meðal framfylgni samningsins og afköst, með tilliti til atviks eða atvika eða röð atvika (hvort sem þau tengjast eður ei) sem gerast yfir tólf mánuði, við 5 Evrur.

 

Ekkert efni þessa samnings getur útilokað eða takmarkað ábyrgð á dauðsfalli eða meiðslum sem til koma vegna vanrækslu annars samningsaðilans eða fulltrúa hans eða starfsmanna sem koma fram til að uppfylla skyldur sínar eða útilokað eða takmarkað ábyrgð aðila sem vera má að sé ekki útilokaður samkvæmt gildandi lögum.

 

Almennir skilmálar

 

Náttúruhamfarir:Undir náttúruhamfarir falla öll atvik sem eru ekki undir okkar stjórn. Í tilfelli þar sem náttúruhamfarir valda bilun eða töf á uppfyllingu skyldna okkar samkvæmt þessum skilmálum og skilyrðum, verður þessum skyldum frestað á meðan náttúruhamfarirnar standa yfir.

 

Útnefning og undirverktakar: Þér er óheimilt að úthluta, flytja, fá greitt fyrir eða veita leyfi fyrir réttindum þínum og/eða skyldum að hluta til eða í heild samkvæmt þessum skilmálum og skilyrðum til nokkurs aðila.

 

Samskipti: Ekkert efni í þessum skilmálum og skilyrðum getur talist stofna til samvinnu eða samreksturs eða atvinnusamnings af hvaða tagi sem er á milli þín og okkar og ekkert í þessum skilmálum og skilyrðum getur talist veita heimild eða stofnað til afleysinga á milli þín og okkar sem ekki er greint skýrlega frá.

 

Samningurinn í heild:Þú staðfestir að þessir skilmálar og skilyrði mynda samninginn í heild og fyrirkomulag á milli þín og okkar og að samningurinn komi í stað allra fyrri samninga, fyrirkomulaga og samkomulaga á milli þín og okkar hvað varðar efni þessara skilmála og skilyrða. Þú staðfestir að þú hafir ekki stutt þig við neinar yfirlýsingar, fyrirsvar eða samkomulag sem er ekki skýrlega tekið fram í skilmálum þessum og skilyrðum og hafir engan rétt hvað varðar yfirlýsingar, fyrirsvar eða samkomulag sem er ekki skýrlegur skilmáli nema slíkt sé gert á sviksamlegan hátt.

 

Undanþága: Engin vanræksla eða töf af hálfu aðila hvað varðar uppfyllingu réttinda, rétts eða úrræða sem heyra undir þessa skilmála og skilyrði geta talist vera undanþága á þeim réttindum eða öllum öðrum réttindum, rétti eða úrræðum, og nýting okkar að hluta til eða í heild á réttindum, rétti eða úrræði mun ekki útiloka nýtingu réttinda, rétts eða úrræða af okkar hálfu héðan af.

 

Samningsrof: Ef svo vill til að dómstóll eða valdbært yfirvald dæmir að ákvæði í skilmálum þessum og skilyrðum sé ógilt, ólöglegt eða óframfylgjanlegt í hvaða dómsumdæmi sem er, skal telja að umrætt ákvæði sé ekki hluti af skilmálum þessum og skilyrðum, en að slíkt hafi ekki áhrif á gildi, lögmæti eða framfylgni skilmála þessara og skilyrða, og hafi ekki áhrif á gildi, lögmæti eða framfylgni umrædds ákvæðis í neinu öðru dómsumdæmi.

 

Skuldbinding um virðingu frests: Tímafrestur á ekki við nema tekið sé skýrlega fram að hann eigi við.

 

Réttur þriðju aðila: Ekkert efni þessara skilmála og skilyrða stofnar til eða veitir réttindi eða ávinning, hvort sem slíkt heyrir undir samningslög frá 1999 (réttindi þriðju aðila) eða komi nokkrum aðila til góða fyrir utan þá aðila sem skilmálar þessir og skilyrði eiga við um.

 

Ýmislegt: Réttindi þau og úrræði þeirra aðila sem skilmálar þessir og skilyrði eiga við um eru uppsafnanleg og koma til viðbótar við öll réttindi og úrræði sem lög segja fyrir um. Allar breytingar á skilmálum þessum og skilyrðum skal gera skriflega og heyra undir samþykki samningsaðila. Skilmálum þessum og skilyrðum er hægt að framfylgja af mótaðila og í gegnum stafræna ritun.

 

Gildandi lög: Skilmálar þessir og skilyrði eru sett saman í samræmi við belgísk lög og aðilar þeir sem samningurinn á við um falla endanlega undir almenna lögsögu dómstóla Brussels.

 

Lokaákvæði

 

Reglur okkar um kvartanir

 

Við leysum öll vandamál sem okkur er tilkynnt um og sem við getum leyst eins fljótt og auðið er. Ef þú ert ekki ánægð(ur) með svarið eða lausnina sem þér er veitt skaltu hafa samband við okkur með því að nota heimilisfangið hér fyrir neðan.

 

Hafa samband við okkur

 

Ef þú óskar eftir nánari upplýsingum eða ef spurningar vakna um þessa skilmála og skilyrði skaltu hafa samband við EDAA á privacy [at] edaa.eu

 

Við erum European Interactive Digital Advertising Alliance (EDAA)
með skráð aðsetur að Rue des Deux Eglises 26 | 1000 Brussels
Skráningarnúmer fyrirtækisins er BE 0846.790.105

 

VSK-númer okkar er BE 0846.790.105